Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Blaðsíða 161

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Blaðsíða 161
161 sér að hann hafi náð að koma sínum sannleika á framfæri í hverjum þætti Sigtisins þó að í raun sé hann sjálfur afhjúpaður, eins og verður rakið nánar hér á eftir.30 Skilaboðin um persónuleika Frímanns sjálfs verða þannig að undirtexta sem leitar sífellt upp á yfirborðið. Ósagðar sögur og freudískir undirtextar Þátturinn „Í skugga trúðsins“ er gott dæmi um það hvernig Sigtið snýst um hið ósagða en sá þáttur er ágætis tilbrigði við umræðu um flókin sálfræði- leg vensl feðra og sona sem hafa verið áberandi í bæði sálfræði og félags- fræði 20. og 21. aldar. Fjallað er um Karl Þórhallsson leigubíl sstjóra og skemmtikraft sem kom fram undir nafninu trúðurinn Kralli og skemmti íslenskum börnum og almenningi. Hann er greinilega sjálfur látinn þó að það sé aldrei beinlínis tekið fram þannig að saga hans er sögð með við- tölum við þrjá syni hans. Í upphafi er Kralli (leikinn af Halldóri Gylfasyni) kynntur með svarthvítum myndum og úrklippum sem gætu sem best verið úr safni Sjónvarpsins og leynir sér ekki að blómaskeið hans var á dögum hins svarthvíta sjónvarps (ef til vill í Stundinni okkar). Sagt er frá met- söluhljómplötum hans og skemmtunum um land allt (en skemmtikraftar þess tíma gáfu einmitt gjarnan út vinsælar hljómplötur, svo sem Ómar Ragnarsson og Laddi) og leikin eru brot af plötunum.31 Síðan eru sýnd- 30 Þessa tvöfeldni vantar í seinni syrpuna þar sem Frímann er persóna en ekki „höf- undur“. Velta má fyrir sér hvort hér reyni svolítið á trúverðugleika formsins og þetta skýri þannig hvers vegna það var ekki notað áfram í seinni syrpunni (þar sem Frímann verður sér raunar mun rækilegar til skammar hvað eftir annað). Aldrei er þetta greinilegra en í þættinum „Líf og stíll“ (sem er seinasti eiginlegi þáttur fyrri syrpunnar) en þar mætir Frímann í kvöldverðarboð uppfullur af snobbi fyrir stílistunum Finni og Sigurjóni en gerir allt rangt og verður sér svo til skammar að honum er eiginlega vísað burt (Sigtið i, 7, 11:13–17:14). Þó að Frímann sé greini- lega haldinn afneitun og sjálfsblekkingu á háu stigi má draga í efa að hann hefði gengið svona frá þættinum til sýninga og allt þetta atriði fellur betur að frásagn- arhætti seinni syrpunnar en þeirrar fyrri (það kallast til að mynda vel á við mjög vandræðalegt matarboð í þættinum „Sambandinu“ þar sem Frímanni lendir saman við „tískumógulinn“ Daða Hafliðason sem er leikinn af Friðriki Friðrikssyni). Hér þarf áhorfandinn eins og gjarnan að taka verkið gilt og hengja vantrúna á snaga (e. willing suspension of disbelief). 31 Sigtið i, 3, 0:49–1:42. Tónlist Kralla er sérstaklega samin fyrir persónuna af Þor- keli Heiðarssyni en sungin af Halldóri Gylfasyni (en þeir hafa um árabil unnið saman í hljómsveitinni Geirfuglunum) og má þar nefna lag um býflugu sem líta má á sem eins konar tilbrigði við hið vinsæla dægurlag Litlu fluguna eftir Sigfús Halldórsson. ALLUR RAUNVERULEiKi ER FRAMLEiDDUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.