Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Blaðsíða 163
163
höfum við séð myndir af Kralla sem ekki styðja þessa túlkun; umhverfið
er fremur fátæklegt, Kralli hvorki vel klæddur né kátur og virðist vera að
drekka eitthvað annað en rauðvín.36 Halldór læknir staðfestir þessa glans-
mynd af föðurnum í meginatriðum en gengur þó ekki jafn hart fram og
Hjalti í að verja föðurinn fyrir ímynduðum ákærum.37 Þriðji bróðirinn,
Sigurður, er hins vegar gagnrýninn á föður sinn, segir hann hafa verið
drykkjusjúkan og ónotalegan. Myndirnar og ýkt varnarviðbrögð Hjalta
virðast styðja túlkun Sigurðar en á móti kemur að þar sem allir bræðurnir
sjást á myndum er sá minnsti þeirra ævinlega afar fýlulegur sem gæti stutt
það sjónarmið Hjalta og Halldórs að Sigurður sé líklega ekki beinlínis
glaðvær að upplagi.38
Smám saman kemur þó sífellt fleira í ljós sem bendir til að ekki hafi
allt verið með felldu í lífi Kralla trúðs. Hjalti minnist á að þátttaka bræðr-
anna í skemmtanastarfi föðurins hafi endað í „leiðindamáli sko sem ég ætla
nota bene NOT að tala um hér“ og fram kemur að þó að Karl hafi verið
einstæður faðir hafi hann átt margar kærustur sem allar stoppuðu stutt
við en „gengu í móðurhlutverkið“, eins og Halldór orðar það pent.39 En
Frímann leiðir að mestu leyti hjá sér allar vísbendingarnar um að bræð-
urnir séu að draga upp óraunsæja helgimynd af föður sínum og nær engu
sambandi við þriðja bróðurinn, Sigurð. Þegar Sigurður segir að faðirinn
hafi verið „leiðinlegur“ breytir Frímann því í „feiminn“, þegar Sigurður
segir að hann hafi verið „ónotalegur“ túlkar Frímann það sem „strang-
ur“ en þegar sonurinn segir að trúðurinn hafi alltaf verið „fullur“ þýðir
þáttastjórnandinn það ofan í áhorfendur sem „gleðinnar maður“.40 Með
maður, þú veist, trúður, listamaður og hérna … þú veist, þetta er bara kjaftæði að
hann hafi verið eitthvað fullur og leiðinlegur. Hann var … þvert á móti. Hann var
bara hress og skemmtilegur, fannst mér, alltaf þegar hann drakk, sko“ (Sigtið i, 3,
6:15–6:35).
36 Sbr. nmgr. 33.
37 Halldór nefnir þannig að þeir bræður hafi verið „á viðkvæmum aldri“ þegar Kralli
var sem vinsælastur og staða þeirra hafi að mörgu leyti verið skrýtin (Sigtið i, 3,
1:42–2:05) en Hjalti talar aðeins um hvaða jákvæðu áhrif þetta hafi haft á vinsældir
þeirra bræðra (2:05–2:21).
38 Sbr. nmgr. 41. Sigurður tekur einnig fram í viðtali við Frímann að hann drekki ekki
(Sigtið i, 3, 5:45–5:55).
39 Sigtið i, 3, 5:15–5:21; Sigtið i, 3, 6:44–6:56. Eins og sést á þessari tilvitnun slettir
Hjalti sálfræðingur mikið ensku en stundum eru slettur hans hikviðbragð til að
leiða hjá sér kjarna spurningarinnar; þegar hann segir frá vinnu bræðranna með
föðurnum notar hann fyrst orðið „gigg“ og breytir því síðan í ensku útgáfuna „gigs“
(Sigtið i, 3, 4:46–4:49).
40 Sigtið i, 3, 3:24–4:04, 5:23–5:55.
ALLUR RAUNVERULEiKi ER FRAMLEiDDUR