Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Blaðsíða 91
91
fleiri styrktaraðilar en markmiðið er „að vegsama áhrif H.C. Andersens á
höfunda víðs vegar um heiminn“.56
Pílagrímaferðir
Í bók sinni um þróun dýrlingadýrkunar á tímum frumkristninnar rifjar
Peter Brown upp að á skrínum píslarvotta í Norður-Afríku megi víða finna
áletrunina: „Hér er staðurinn“ (lat. Hic locus est). Orðin vísuðu til þess að
hið heilaga „lá frammi á tilteknum stað, og á slíkum stað var það aðgengi-
legt einum hópi manna þannig að það var ekki aðgengilegt neinum sem
voru annars staðar“. 57 Með því að staðsetja hið heilaga með þessum hætti
var hægt að tengja trúariðkun vissum landfræðilegum fjarlægðum og því
líkamlega og andlega átaki sem felst í því að yfirvinna þær. Í sumum til-
vikum réðust menn í það að flytja helga dóma og koma þeim fyrir í höf-
uðkirkjum, en jafnframt skapaðist snemma sú hefð að leita uppi heilaga
staði sem tengdust með einhverjum hætti lífi og örlögum dýrlingsins.
Guðbrandur Jónsson, kaþólskur fræðimaður sem skrifaði meðal annars
ævisögu Jóns biskups Arasonar og gerði tilraun til að fá hann tekinn í
helgra manna tölu af páfanum,58 hefur lýst eftirminnilega þeim áhrifum
sem náin kynni af gripum úr eigu þekktra einstaklinga og heimsóknir að
gröfum þeirra höfðu fyrir hann:
Hatturinn af Napóleon mikla, sem geymdur er í Hotel des invalides
í París, hefur gert Napóleon miklu betur lifandi fyrir mér en þung-
ir og þéttprentaðir doðrantar, sem um hann hafa verið ritaðir,
og kjólfötin af Jóni Sigurðssyni, sem geymd eru í Alþingishúsinu
í Reykjavík, hafa fært hann miklu nær mér en bók Páls Eggerts
Ólasonar um Jón, eða hvað góð æfisaga hans sem væri. Það er í raun
réttri fyrst, þegar maður á einhvern slíkan hátt er búinn að koma á
lifandi sambandi við þá, sem farnir eru veg allrar veraldar, að manni
nýtist til fulls af því, sem um þá er sagt eða ritað.
Best af öllu er þó beina sambandið við mennina sjálfa, þar sem
þeir eru geymdir til þess að samlagast moldinni, sem þeir eru komn-
56 Hér er vitnað í frétt á vef Odense Bys Museer, „J.K. Rowling får H.C. Andersen
Litteraturpris“, 2. september 2010: http://museum.odense.dk/det-sker/det-sker/
presse/2010/rowling-i-odense.aspx [sótt 28. apríl 2011].
57 Peter Brown, The Cult of the Saints. Its Rise and Function in Latin Christianity,
Chicago og London: University of Chicago Press, 1982, bls. 86.
58 Sjá Gunnar F. Guðmundsson, „Jón Arason: Píslarvottur eða þjóðhetja?“, Merki
krossins 1/1997, bls. 9–27.
MENNiNGARLEGiR ÞJÓÐARDÝRLiNGAR EVRÓPU