Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Blaðsíða 38
38
um, enda virðist nýsköp un í þessum menningariðnaði allt eins eiga sér stað
í Kaliforníu eða New york og í Toskana. Ítalir flytja því inn sínar „eigin
hefðir“ frá Ameríku, og flytja þær síðan aftur út til annarra landa í þeirri
sérkennilegu hringrás sem einkenn ir menningarlíf nútímans.
Þetta er aðeins eitt lítið dæmi um þá margræðni sem einkennt hefur
tilveru mannsins alla tíð. Mikilvægara er þó að hnattvæðingin stefnir innri
einingu þjóðanna í hættu, vegna þess að aðeins ákveðinn hópur fólks er á
ferð og flugi um hinn hnattvædda heim á meðan aðrir eru jafn fastir og fyrr
á sinni þúfu. Breski félagsfræðingurinn Roland Robertson hefur talað um
„glocalization“ í þessu sambandi, en þar slær hann saman ensku hugtök-
unum „globalization“ og „localization“ í eitt. Hugtakið, sem þýða mætti
sem „hnaðvæðingu“ á íslensku með samslætti hliðstæðra orða (hnattvæð-
ing og staðvæðing), vísar til þess að hið staðbundna og hnattvædda lifir
hlið við hlið í nútímanum og myndar tvær og í eðli sínu mjög ólíkar hliðar
á sama peningi.37 Þetta á auðvitað ekki síst við um samskipti fólks heims-
álfa á milli, þar sem fátækustu hlutar heimsins dragast sífellt aftur úr þró-
uninni, enda misstu þeir af hraðlestinni inn í nútímann fyrir ævalöngu.
Hnattvæðingin breytir því lífi allra jarðarbúa, en hún gerir það á mjög
ólíkan hátt eftir því hvar þeir búa á hnettinum.
Svipað má segja um samskipti fólks innan þjóðríkjanna. Áður samein-
uðust Íslendingar um það sem skilgreint var sem þeirra eigin saga og tungu-
mál; þeir töldu sig bera ábyrgð hver á öðrum, hagsmunir þjóðarinnar voru
sameiginlegir, ákveðin fyrirtæki og stofnanir voru óskabörn þjóðarinnar,
o.s.frv. Með útrás íslenskra fjárglæframanna á erlenda hlutabréfamarkaði
og einkavæðingu ríkisfyrirtækja varð „þjóðerni“ íslensks atvinnulífs mun
óljósara en áður, og æ erfiðara var að koma auga á sameiginlega „þjóð-
arhagsmuni“. Slíkar breytingar snerta þó ekki alla landsmenn á sama
hátt, því að „við“ sitjum ekki öll við sama borð. Nú lifir ákveðinn hluti
Íslendinga í alþjóð legum heimi á meðan sjóndeildarhringur annarra er
jafn bundinn við Ísland og hann hefur alltaf verið. Kannski stefnum við því
aftur í lagskipta veröld líka þeirri sem bresk-tékkneski mannfræðingurinn
Ernest Gellner telur að hafi einkennt landbúnaðarsamfélög fyrri tíma,
fyrir daga iðnvæðingar og þjóðríkja, þar sem hástéttirnar voru alþjóðlegar
og afmörkuðu sig skýrt frá lágstéttunum, sem voru aftur kirfilega bundnar
37 Roland Robertson, Globalization. Social Theory and Global Culture, London: Sage,
1992, bls. 173–174; sbr. Zygmunt Bauman, Globalization. The Human Consequences,
New york: Columbia UP, 1998, bls. 70 og Ulrich Beck, What is Globalization?
Cambridge: Polity Press, 2000, bls. 47–52.
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON