Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Blaðsíða 56
56
Lee Bucheit fór fyrir íslensku samninganefndinni í seinni umferð icesave-
samninganna og einhvern tíma hefði það þótt sérstakt að sjálfstætt fullvalda
ríki léti erlendan lögfræðing vera í forsvari fyrir sig í milliríkjasamningum.
Embættismenn stærri ríkja hefðu farið öðruvísi að og talað móðurmál sitt;
aðeins þannig halda menn valdajafnvægi í samningum. Annað slíkt dæmi
er að Vladimír Pútín talar reiprennandi bæði þýsku og ensku, en hann
notar þau mál ekki í samningaviðræðum við Þjóðverja eða Breta.22
Þannig er myndin í grófum dráttum: sú Evrópa þjóðtungna sem varð
til á nítjándu öld gat af sér fjölda þjóðríkja og þeim fjölgaði enn eftir fyrri
heimsstyrjöld þegar fjöltyngt veldi austurrísk-ungverska keisaradæmisins
hrundi, líkast til af því að valdahlutföllin voru orðin bjöguð og til voru
þjóðernisminnihlutar sem nutu ekki jafnréttis á við aðra.23 Fyrsta aðgrein-
ingartákn þeirra var tungumálið og síðan sagan og goðsagnirnar. Til dæmis
um það í samtíðinni er sú aukna áhersla sem Serbar og Króatar leggja á að
aðgreina það tungumál sem kallað var serbó-króatíska í serbísku og króat-
ísku eftir hvarf sambandsríkisins Júgóslavíu.24 Nýjasta dæmið um slíka
aðgreiningartilhneigingar er síðan að finna í því ríki sem hýsir nokkurs
konar höfuðborg Evrópusambandsins, Brussel, en Belgar hafa nú náð því
hæpna meti að hafa verið ófærir um að mynda ríkisstjórn eftir þingkosn-
ingar lengst allra lýðræðisríkja.25 Þar spila fleiri þættir inn í en tungumál-
in, þau eru hins vegar notuð sem yfirvarp til aðgreiningar á þegnum eins af
eldri lýðræðisríkjum Evrópu.26
22 Þessa ályktun dreg ég af því að á blaðamannafundum í Þýskalandi er Pútín með túlk
og talar rússnesku, en vitað er að hann talar þýsku reiprennandi eftir langa dvöl á
vegum KGB í Austur-Þýskalandi. Sjá t.d.: http://www.britannica.com/EBchecked/
topic/484357/Vladimir-Putin [sótt 6.9.2011]. Enskukunnáttu sína sýndi hann þegar
Moskva sótti um að fá að halda Ólympíuleikana 2012, sjá: http://www.chinadaily.
com.cn/english/doc/2005–07/06/content_457568.htm [sótt 6.9.2011]. Það dugði
þó ekki til, Lundúnir fengu þá, kannski töldu menn best að fá enskuna einfaldlega
beint.
23 Samkvæmt manntali sem fram fór 1910, skömmu fyrir hrun keisaradæmisins í
fyrri heimsstyrjöld, voru töluð fleiri en 10 tungumál í þessu ríki og urðu sum
þessara málsvæða hluti af Júgóslavíu. Sjá: http://www.oesterreich–ungarn.de/Be-
voelkerung.htm [sótt 12.8.2011].
24 Sjá Baldur Ragnarsson, Tungumál veraldar, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1999, bls.
215.
25 Kosningarnar fóru fram 13. júní 2010 og í byrjun nóvember 2011 er enn bráða-
birgðastjórn við völd. Samkomulag náðist hins vegar um nýtt stjórnskipulag 11.
október 2011. Sjá t.d.: http://en.wikipedia.org/wiki/2010%E2%80%932011_Bel-
gian_government_formation [sótt 3.11.2011].
26 Belgía hefur verið við lýði sem sjálfstætt ríki frá 1831, miklu lengur en mörg önn-
GAUTi KRiSTMANNSSON