Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Blaðsíða 195
195
Það er reyndar svo að yfirvöld hafa alla tíð verið á því að snúa við blaðinu
svo lítið beri á með það fyrir augum að staldra ekki um of við þessa myrku
fortíð. yfirvöld eru þar með trú Nietzche sem heldur því fram að
þegar söguleg þekking er látin laus […] hömlulaust, getur hún rifið
framtíðina upp með rótum, vegna þess að hún eyðileggur tálsýnir
og kemur í veg fyrir að það sem er í dag njóti þess andrúmslofts sem
því er lífsnauðsynlegt. Sögulegt réttlæti, þótt það sé raunverulegt og
velmeinandi, er ógnvekjandi dyggð, vegna þess að það grefur undan
lífinu og eyðileggur það. Dómur þess er ætíð eyðileggjandi.46
Það var loks 16. júlí, 1995, skömmu eftir að hann var kosinn Frakk-
landsforseti, að Jacques Chirac gekkst í fyrsta skipti við ábyrgð franska
ríkisins og þætti þess í nauðungarflutningum fólks í útrýmingarbúðir og,
í framhaldi af því, „skuld ríkisins við fórnarlömbin, skuld sem ekki fyrn-
ist“. Orðræða þessi hafði gríðarmikil áhrif; sumir fordæmdu yfirlýsinguna
meðan aðrir lofuðu hana – en hún lét engan ósnortinn.47
Sögupersónur Carrères sýna iðulega hið illa frá sjónarhorni persónu-
legrar sektar; afi rithöfundarins er hins vegar dæmi um hið illa, út frá
sammannlegri sekt, jafnvel þótt málið snúist ekki um að afneita einstak-
lingsbundinni sekt og ábyrgð þessa manns. Það kemur því ekki á óvart
að fortíð hans sé álitin skammarleg þar sem glæpurinn sem hann tók þátt
í – með óbeinum eða beinum hætti – er óumdeilanlega sérstaklega alvar-
legur. Hann var sekur um samstarf við óvinaher, því er ekki hægt að neita.
Ábyrgð hans virðist samt sem áður mildast í texta Carrères, sem minnist
margsinnis á brjálæðið, bölvunina sem hann les úr augum afa síns.
Það er komið að móður rithöfundarins að velta fyrir sér hugsanlegri
sekt sinni. Var það réttlætanlegt af Hélène Carrère að gæta leyndarmáls-
ins af öllum mætti og leggja þagnarbindindi á alla fjölskyldumeðlimi, þögn
sem lagðist yfir allt og alla eins og blýhjúpur. Þessi spurning liggur til
grundvallar Un roman russe og í hjarta rithöfundarins sjálfs sem og móður
hans.
Er móðirin sek? Ef svo, fyrir hvað? Þegar Hélène Carrère d’Encausse
kemur fram sem afkomandi rússneskra prinsa og „gleymir“ að minnast á
46 Friedrich Nietzsche, Considérations intempestives, París: Aubier, 1964 [1863], bls.
305.
47 Peter Carrier, Vichy and the Holocaust: http://www.port.ac.uk/special/france1815to
2003/chapter8/interviews/filetodownload,31502,en.pdf [sótt 10. sept. 2009].
LEyNDARMÁL EMMANUELS CARRèRE AFHJúPUÐ