Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Page 195

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Page 195
195 Það er reyndar svo að yfirvöld hafa alla tíð verið á því að snúa við blaðinu svo lítið beri á með það fyrir augum að staldra ekki um of við þessa myrku fortíð. yfirvöld eru þar með trú Nietzche sem heldur því fram að þegar söguleg þekking er látin laus […] hömlulaust, getur hún rifið framtíðina upp með rótum, vegna þess að hún eyðileggur tálsýnir og kemur í veg fyrir að það sem er í dag njóti þess andrúmslofts sem því er lífsnauðsynlegt. Sögulegt réttlæti, þótt það sé raunverulegt og velmeinandi, er ógnvekjandi dyggð, vegna þess að það grefur undan lífinu og eyðileggur það. Dómur þess er ætíð eyðileggjandi.46 Það var loks 16. júlí, 1995, skömmu eftir að hann var kosinn Frakk- landsforseti, að Jacques Chirac gekkst í fyrsta skipti við ábyrgð franska ríkisins og þætti þess í nauðungarflutningum fólks í útrýmingarbúðir og, í framhaldi af því, „skuld ríkisins við fórnarlömbin, skuld sem ekki fyrn- ist“. Orðræða þessi hafði gríðarmikil áhrif; sumir fordæmdu yfirlýsinguna meðan aðrir lofuðu hana – en hún lét engan ósnortinn.47 Sögupersónur Carrères sýna iðulega hið illa frá sjónarhorni persónu- legrar sektar; afi rithöfundarins er hins vegar dæmi um hið illa, út frá sammannlegri sekt, jafnvel þótt málið snúist ekki um að afneita einstak- lingsbundinni sekt og ábyrgð þessa manns. Það kemur því ekki á óvart að fortíð hans sé álitin skammarleg þar sem glæpurinn sem hann tók þátt í – með óbeinum eða beinum hætti – er óumdeilanlega sérstaklega alvar- legur. Hann var sekur um samstarf við óvinaher, því er ekki hægt að neita. Ábyrgð hans virðist samt sem áður mildast í texta Carrères, sem minnist margsinnis á brjálæðið, bölvunina sem hann les úr augum afa síns. Það er komið að móður rithöfundarins að velta fyrir sér hugsanlegri sekt sinni. Var það réttlætanlegt af Hélène Carrère að gæta leyndarmáls- ins af öllum mætti og leggja þagnarbindindi á alla fjölskyldumeðlimi, þögn sem lagðist yfir allt og alla eins og blýhjúpur. Þessi spurning liggur til grundvallar Un roman russe og í hjarta rithöfundarins sjálfs sem og móður hans. Er móðirin sek? Ef svo, fyrir hvað? Þegar Hélène Carrère d’Encausse kemur fram sem afkomandi rússneskra prinsa og „gleymir“ að minnast á 46 Friedrich Nietzsche, Considérations intempestives, París: Aubier, 1964 [1863], bls. 305. 47 Peter Carrier, Vichy and the Holocaust: http://www.port.ac.uk/special/france1815to 2003/chapter8/interviews/filetodownload,31502,en.pdf [sótt 10. sept. 2009]. LEyNDARMÁL EMMANUELS CARRèRE AFHJúPUÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.