Peningamál - 01.07.2006, Page 4
INNGANGUR
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
2
4
er gert ráð fyrir, t.d. ef verðlag fasteigna lækkar meira en gert er ráð
fyrir í spánni. Aukið aðhald í opinberum fjármálum getur einnig hjálpað
til. Að svo stöddu er erfi tt að meta áhrif þeirra aðgerða sem tilkynntar
hafa verið en öll viðleitni til aukins aðhalds skiptir máli.
Á móti kemur að gengisþróunin gæti orðið óhagstæðari en gert
er ráð fyrir í spám bankans. Líklegt er að þrýstings gæti á gengi krón-
unnar í ljósi gríðarlegs viðskiptahalla og horfur eru á að hann verði
meiri í ár en áður var spáð. Hins vegar eru horfur á að hallinn minnki
hratt á næstu tveimur árum. Verði gengisþróunin óhagstæðari en felst
í spánum gæti verðbólgan orðið enn meiri og hærri stýrivexti þurft
en ella til þess að hemja hana. Seðlabankinn mun fylgjast náið með
þessum og öðrum vísbendingum sem hafa munu áhrif á ákvörðun
stýrivaxta á næstu misserum.
Miðað við upplýsingar sem liggja fyrir er ljóst að núverandi að-
hald peningastefnunnar dugir ekki til að verðbólgumarkmiðið náist
innan viðunandi tímamarka. Reyndar má ætla að töluvert hafi slaknað
á aðhaldinu undanfarna mánuði. Verðbólguvæntingar hafa aukist og
vegið á móti 1,75 prósentna hækkun stýrivaxta það sem af er ári.
Raunstýrivextir eru því svipaðir eða lægri en þeir voru í byrjun ársins,
eftir því við hvaða mælikvarða er miðað. Sé miðað við liðna verðbólgu
hafa raunstýrivextirnir ekki verið lægri frá því síðla árs 2004. Gengi
krónunnar lækkaði mikið framan af ári og áhrif þess hafa þegar komið
í ljós í minna aðhaldi að launaþróun. Þar eð verðbólguvæntingar hafa
aukist hafa hærri stýrivextir ekki haft mikil áhrif á vexti verðtryggðra
útlána til þessa, þótt framvindan undanfarnar vikur sé í rétta átt.
Verðbólga langt yfi r markmiði, mun lakari verðbólguhorfur en
í síðustu spá Seðlabankans og vaxandi verðbólguvæntingar benda
ótvírætt til að hækka þurfi stýrivexti umtalsvert enn, þótt mikil óvissa
ríki um hve hátt þeir þurfi að fara til að kveða niður verðbólguna.
Meðan ekki liggja fyrir öruggar vísbendingar um að verðbólgan hjaðni
hraðar en nú eru horfur á mun Seðlabankinn því halda áfram að
hækka vexti. Bankastjórn Seðlabankans hefur því ákveðið að hækka
vexti nú um 0,75 prósentur. Bankastjórnin hefur jafnframt ákveðið að
meta þörf fyrir frekara aðhald um miðjan ágúst og tilkynna ákvörðun
um stýrivexti.