Peningamál - 01.07.2006, Síða 7
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
2
7
gætt nokkuð hratt í verðlagi. Verðbólgan er nú þegar orðin meiri
en Seðlabankinn spáði að hún yrði mest í síðustu Peningamálum.
Horfur eru á að hún haldi áfram að aukast og verði tæplega 11% í
lok þessa árs. Eftir það tekur heldur að draga úr verðbólgu og verður
hún komin niður í tæplega 7% eftir tvö ár, sem er tæplega tveimur
prósentum meiri verðbólga í lok spátímans en spáð var í mars. Þá var
hins vegar reiknað með óbreyttum stýrivöxtum og gengi krónunnar á
spátímanum. Í fráviksspá með lækkandi gengi krónunnar, sem birt var
í mars, fór verðbólgan hins vegar í tæplega 6%. Því má ljóst vera að
verðbólguhorfur eru algerlega óviðunandi á öllu spátímabilinu.
Hagvaxtarhorfur samkvæmt fráviksdæmum svipaðar framan af en
hraðar dregur úr umsvifum verði aðhald peningastefnunnar aukið ...
Spáferlarnir þrír sýna mjög svipaðar efnahagshorfur fyrir þetta ár. Þegar
líða tekur á spátímabilið dregur hins vegar töluvert meira úr innlendri
eftirspurn og hagvexti í fráviksdæminu með peningastefnureglu, enda
hækka vextir skarpt í því dæmi til að verðbólgumarkmiðið náist við
lok spátímans. Í grunnspánni og í fráviksspá þar sem gert er ráð fyrir
óbreyttum stýrivöxtum er aðhald peningastefnunnar hins vegar of
lítið, sem veldur hægari aðlögun að jafnvægi. Að lokum er samdráttur
hins vegar óhjákvæmilegur hvort heldur aðhald peningastefnunnar er
aukið eða ekki og verður samdrátturinn langvinnari eftir því sem pen-
ingastefnan bregst minna við, enda verður ójafnvægi meira og tekur
lengri tíma að vinda ofan af því ef aðhald peningastefnunnar er ekki
aukið tímanlega. Þannig gætir samdráttar enn í efnahagsbúskapnum
þegar líður að lokum þessa áratugar ef ekki er brugðist tímanlega við
en hins vegar eru horfur á ágætum hagvexti í fráviksdæminu með
peningastefnureglu.
... og unnt er að ná verðbólgumarkmiðinu við lok spátímabilsins
Tafla I-1 sýnir verðbólguhorfur fram á mitt ár 2008 út frá grunn- og
fráviksspám bankans. Fráviksspá með óbreyttum stýrivöxtum gefur
svipaðar verðbólguhorfur og grunnspáin. Fráviksspáin með peninga-
Tafla I-1 Verðbólguþróun og -horfur
Breyting neysluverðs frá sama fjórðungi fyrra árs (%)
Fráviksspá með Fráviksspá með
Grunnspá óbreyttum stýrivöxtum peningastefnureglu
Ársfjórðungar
2005:1 4,4 4,4 4,4
2005:2 3,2 3,2 3,2
2005:3 4,2 4,2 4,2
2005:4 4,3 4,3 4,3
Ársmeðaltal 4,0 4,0 4,0
2006:1 4,5 4,5 4,5
2006:2 7,6 7,6 7,6
2006:3 9,5 9,5 9,5
2006:4 10,9 10,9 10,9
Ársmeðaltal 8,1 8,1 8,1
2007:1 10,8 10,8 10,7
2007:2 11,0 11,1 10,7
2007:3 9,0 9,1 8,4
2007:4 8,0 8,2 7,1
Ársmeðaltal 9,7 9,8 9,2
2008:1 6,8 7,0 5,6
2008:2 5,7 5,8 4,1
Mynd I-1
Mismunandi verðbólguferlar
%
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Grunnspá
Verðbólguspá með óbreyttum vöxtum
Verðbólguspá með peningastefnureglu
2
4
6
8
10
12
2008200720062005