Peningamál - 01.07.2006, Side 14

Peningamál - 01.07.2006, Side 14
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 2 14 III Fjármálaleg skilyrði Frá upphafi árs hafa stýrivextir verið hækkaðir þrívegis, alls um 1,75 prósentur. Á sama tíma hafa verðbólguvæntingar hækkað því sem næst jafnmikið eða jafnvel meira, eftir því við hvaða mælikvarða er miðað. Raunstýrivextir hafa aðeins hækkað um hálfa prósentu ef miðað er við verðbólguvæntingar markaðsaðila en lækkað ef miðað er við væntingar almennings. Á þennan mælikvarða hefur aðhald pen- ingastefnunnar því annaðhvort lítillega aukist eða minnkað þrátt fyrir ítrekaðar vaxtahækkanir. Gengi krónunnar hefur lækkað töluvert frá marslokum. Á þann mælikvarða hefur aðhaldið því einnig minnkað, bæði vegna áhrifa á hagnað samkeppnisfyrirtækja og vegna þess að erlent lánsfé verður hagkvæmari kostur á ný. Töluverð óvissa ríkir hins vegar um gengisþróun næstu mánuði í ljósi mikils viðskiptahalla, auk- inna líkna á hækkun erlendra vaxta og vegna þess að fyrstu erlendu skuldabréfin sem gefin voru út í íslenskum krónum eru á gjalddaga í haust og óvíst er hvort um áframhaldandi útgáfu verði að ræða. Þrátt fyrir aukinn vaxtamun og lægra gengi krónunnar, sem gerir útgáfuna eftirsóknarverðari, hefur hún ekki hafist aftur af sama krafti og áður, m.a. vegna breytinga á áhættumati fjárfesta, samdráttar vaxtamunar- viðskipta á alþjóðamörkuðum, slæmrar ávöxtunar fram til þessa og þrengri skilyrða íslenskra banka til að taka þátt í ferlinu. Ávöxtun óverðtryggðra ríkisbréfa hefur hækkað mikið frá því í mars. Hækkandi stýrivextir, auknar verðbólguvæntingar og minni eftirspurn eftir óverðtryggðum skuldabréfum vegna skiptasamninga sem tengjast útgáfu erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krón- um hefur eflaust haft áhrif þar á. Vöxtur útlána lánakerfisins er nú í sögulegu hámarki, þrátt fyrir versnandi fjármálaleg skilyrði, og vöxtur peningamagns hefur ekki verið meiri frá því á níunda áratugnum. Markaðs- og greiningaraðilar virðast vænta þess að stýrivextir hækki um 0,5 prósentur nú við útgáfu Peningamála, haldi áfram að hækka á næstu mánuðum og nái hámarki í árslok. Töluvert meira samræmi er í vísbendingum um stýrivaxtavæntingar sem lesa má út úr markaðsverðum og svörum greiningaraðila en verið hefur undanfarið. Ein mikilvæg skýring á þessu er líklega skýrari í skilaboð Seðlabankans um stýrivaxtaferilinn í síðustu Peningamálum. Fjármálaleg skilyrði heimila og fyrirtækja hafa breyst hægt í átt til aukins aðhalds, þótt enn geti þau vart talist mjög aðhaldssöm. Auknar verðbólguvæntingar draga úr aðhaldi peningastefnunnar Verðbólguvæntingar markaðsaðila, metnar út frá vaxtamun íbúðabréfa á gjalddaga árið 2014 og óverðtryggðra ríkisbréfa á gjalddaga 2013 hafa hækkað mjög það sem af er ári. Þær eru nú um 4,4%, samanbor- ið við tæplega 3,2% í upphafi árs. Í byrjun maí mældust verðbólgu- væntingar út frá vaxtamun fyrrgreindra bréfa í kringum 4,6% og hafa aldrei mælst hærri á þennan kvarða. Verðbólguvæntingar almennings til næstu sex mánaða mældust 6,6% í könnun sem gerð var dagana 17. maí til 3. júní og hafa þær ekki mælst hærri frá októbermánuði árið 2001. Um miðjan júní höfðu raunstýrivextir reiknaðir út frá vænting- um markaðsaðila hækkað um 0,4 prósentur frá áramótum, þrátt fyrir að stýrivextir hafi verið hækkaðir þrisvar á tímabilinu, eða um 1,75 Mynd III-1 Endurgreiðsluferill erlendra skuldabréfa í krónum1 3. ársfj. 2006 - 1. ársfj. 2011 1. Gögn til og með 21. júní 2006. Heimild: Reuters. Ma.kr. Viðbætur frá síðustu Peningamálum Endurgreiðsluferill við útgáfu síðustu Peningamála 0 10 20 30 40 50 60 70 80 201120102009200820072006 Mynd III-2 Raunstýrivextir Vikulegar tölur 7. janúar 1998 - 27. júní 2006 Raunstýrivextir m.v.: verðbólgu verðbólguálag ríkisbréfa til u.þ.b. 5 ára verðbólguvæntingar sérfræðinga á fjármálamarkaði verðbólguvæntingar fyrirtækja verðbólguvæntingar almennings Heimild: Seðlabanki Íslands. % 0 2 4 6 8 10 ‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98 RIKB 13 0517 RIKB 10 0317 Heimild: Seðlabanki Íslands. % Mynd III-3 Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra skuldabréfa og stýrivextir SÍ Daglegar tölur 3. janúar 2002 - 28. júní 2006 5 6 7 8 9 10 11 12 13 20062005200420032002 RIKB 07 0209 Stýrivextir SÍ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.