Peningamál - 01.07.2006, Side 15

Peningamál - 01.07.2006, Side 15
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 2 15 prósentur. Því er ljóst að auknar verðbólguvæntingar hafa dregið mjög úr aðhaldi hárra stýrivaxta Seðlabankans. Aðhald hefur í raun minnkað frá því í mars ef það er metið út frá verðbólguvæntingum almenn- ings. Við síðustu könnun sem gerð var á mati almennings í lok febrúar mældust raunstýrivextir rúmlega 6% og þrátt fyrir 1,5 prósentna hækkun stýrivaxta frá þeim tíma eru raunstýrivextir nú tæplega 5,3% reiknaðir út frá síðustu könnun. Ávöxtun óverðtryggðra ríkisbréfa hefur hækkað Ávöxtun óverðtryggðra ríkisskuldabréfa hefur hækkað talsvert síðan í mars auk þess sem munur á milli ávöxtunar bréfa til u.þ.b. fjögurra og sjö ára hefur aukist miðað við mánuðina á undan. Margir þættir koma til greina sem líklegar skýringar og eflaust hafa þeir allir einhver áhrif. Gengi krónunnar veiktist í lok febrúar og ýtti það undir verðbólguvænt- ingar. Verðtryggð skuldabréf urðu því áhugaverðari kostur en áður. Stýrivaxtahækkunin í mars hafði töluverð áhrif á ávöxtun óverð- tryggðra ríkisbréfa en hækkunin í maí lítil sem engin áhrif. Virðast markaðsaðilar vænta þess að yfirstandandi vaxtahækkunarferli gangi að miklu leyti yfir á líftíma skuldabréfa til u.þ.b. fjögurra ára en að stýrivextir lækki til lengri tíma litið. Minnkandi skuldabréfaútgáfa erlendra aðila í íslenskum krónum hefur líklega haft mikil áhrif til hækkunar á ávöxtuninni.1 Ávöxtunarkrafa verðtryggðra skuldabréfa hefur einnig hækkað Miklar sveiflur hafa verið í ávöxtun íbúðabréfa og eftir lækkun ávöxt- unarinnar í febrúar hefur hún hækkað á nýjan leik og er nú svipuð og fyrir útgáfu skýrslu Fitch þegar horfum um lánshæfi ríkissjóðs var breytt úr stöðugum í neikvæðar. Ávöxtun tveggja styttri flokka íbúða- bréfanna hefur fjarlægst ávöxtun tveggja lengri flokka bréfanna frá því í maí. Hugsanlegt er að auknar verðbólguvæntingar hafi mismikil áhrif á ávöxtun skuldabréfa eftir líftíma. Stýrivaxtahækkunin í mars virtist hafa nokkur áhrif til hækk- unar á ávöxtun verðtryggðra skuldabréfa, en eftir vaxtahækkunina í maí voru slík áhrif takmörkuð við stysta flokkinn, en ávöxtunin hafði hækkað nokkuð dagana fyrir stýrivaxtahækkunina. Þessi litlu viðbrögð má hugsanlega skýra með því að fjárfestar telji að ekki sé langt í lok vaxtahækkana eða að verðbólguvæntingar hafi aukist. Meira samræmi milli framvirkra vaxta og spáa sérfræðinga á fjármálamarkaði um þróun stýrivaxta á næstu misserum Að undanförnu hefur gætt nokkurs ósamræmis milli vænts stýrivaxta- ferils sem lesa má út úr framvirkum markaðsvöxtum og stýrivaxtaspáa sérfræðinga á fjármálamarkaði. Framvirkir vextir hafa gefið til kynna væntingar um að stýrivextir muni lækka töluvert hratt á næstu mán- uðum, þrátt fyrir ítrekuð skilaboð Seðlabankans um hið gagnstæða. Sérfræðingarnir hafa hins vegar spáð því að stýrivextir haldi áfram að hækka og haldist háir, sem er meira í samræmi við yfirlýsingar bank- ans. RIKB 13 0517 Heimild: Seðlabanki Íslands. % Mynd III-4 Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra skuldabréfa Daglegar tölur 3. janúar 2006 - 28. júní 2006 RIKB 10 0317 7 8 9 10 11 júnímaíaprílmarsfebr.jan. Mynd III-5 Erlend skuldabréfaútgáfa í krónum ágúst 2005 - júní 20061 Umfang eftir mánuðum og uppsafnað Ma.kr. 1. Gögn til og með 21. júní 2006. Heimild: Reuters. 0 10 20 30 40 50 60 0 40 80 120 160 200 240 Uppsöfnuð útgáfa erlendra skuldabréfa (h. ás) Útgáfa erlendra skuldabréfa (v. ás) ág. sept. okt. nóv. des. jan. febr. mar. apr. maí júní Ma.kr. 1. Nánar er fjallað um skuldabréfaútgáfu erlendra aðila í kaflanum um Fjármálamarkaði og aðgerðir Seðlabankans. % Mynd III-6 Ávöxtun íbúðabréfa Daglegar tölur 8. júlí 2004 - 28. júní 2006 Heimild: Seðlabanki Íslands. 3,0 3,5 4,0 4,5 5,0 HFF 15 0644 HFF 15 0434 HFF 15 0224 HFF 15 0914 200620052004
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.