Peningamál - 01.07.2006, Síða 23

Peningamál - 01.07.2006, Síða 23
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 2 23 unar u.þ.b. 20%. Hér skiptir mestu fjárfesting í áliðnaði og orkuöflun fyrir hann. Þessi fjárfesting nam tæplega 9% af vergri landsframleiðslu á árinu 2005 og áætlað er að hún muni nema tæplega 10% á þessu ári. Búist er við að fjárfesting í ál- og orkuverum verði nokkru meiri á árinu 2006 en gert var ráð fyrir í mars. Aukningin skýrist að hluta til af því að verkþættir sem áður voru ráðgerðir á árinu 2008 hafa verið færðir fram. Nú er áætlað að einungis verði fjárfest fyrir 7 ma.kr. í stóriðju og orkuöflun á árinu 2008 (sjá nánar í rammagrein IV-1). Rétt er að benda á að þótt ýmsar hugmyndir séu uppi um nýja fjárfestingar- kosti í stóriðju er ekkert tillit tekið til þeirra í spám Seðlabankans að þessu sinni. Þeirri meginreglu er fylgt að taka ekki tillit til slíkra stór- framkvæmda fyrr en þær hafa verið formlega ákveðnar, eða því sem næst. Önnur atvinnuvegafjárfesting en fjárfesting í stóriðju nam tæp- lega 11% af vergri landsframleiðslu á árinu 2005. Spáð er að þessi fjárfesting verði litlu minni á þessu ári og því næsta. Gert er ráð fyrir mikilli fjárfestingu í flugvélum, ferðamannaiðnaði og sjávarútvegi. Það er því ekki að sjá að fjárfestingin í stóriðju hafi rutt burt mikilli annarri fjárfestingu. Samkvæmt könnun IMG telja tæplega 48% fyrirtækja að fjár- festing þeirra verði svipuð í ár og í fyrra, 26% telja að fjárfesting þeirra verði meiri og sama hlutfall telur að hún verði minni. Þeim sem eru svartsýnni á umfang fjárfestingar á næstu misserum hefur fjölgað jafnt og þétt frá fyrri könnunum. Í grunnspánni er gert ráð fyrir að fjárfesting atvinnuveganna, að stóriðju og orkuöflun meðtalinni, vaxi um 3% á þessu ári. Eftir 51% aukningu á fyrsta fjórðungi þessa árs skv. tölum Hagstofunnar felast í þessu mikil umskipti innan ársins. Því er spáð að fjárfesting atvinnu- veganna á síðasta fjórðungi ársins verði 20% minni en á sama fjórð- ungi síðasta árs. Spáð er að fjárfesting atvinnuveganna dragist saman um 32% á árinu 2007 og aftur um tæplega 22% árið 2008. Um mitt þetta ár má áætla að rífl ega 2/3 hlutum yfi rstandandi fram- kvæmda við byggingu ál- og orkuvera verði lokið. Þegar þeim lýkur að fullu árið 2009 mun ársálframleiðsla nema u.þ.b. 800 þús. tonn- um, sem er 530 þús. tonna aukning frá 273 þús. tonna framleiðslu sl. ár. Áform eru uppi um tvö ný álver, í Helguvík á vegum Norðuráls og við Húsavík á vegum Alcoa. Einnig er áformað að stækka álverið í Straumsvík sem er í eigu Alcan. Þessi áform eru mislangt komin, en eru öll á athugunar- og rannsóknarstigi og því veruleg óvissa um hvenær verði ráðist í framkvæmdirnar og hvort af þeim verður yfi r- leitt. Hjá Alcan í Straumsvík hefur verið lokið við lóðasamninga við viðkomandi landeigendur og umhverfi smat hefur verið gert án athuga semda. Þá hefur starfsleyfi verið veitt þannig að opinber leyfi liggja fyrir, ef frá er talið framkvæmdaleyfi frá Hafnarfjarðarbæ. Jafn- framt er búið að semja um kaup á allt að 40% þeirrar viðbótarraforku sem þarf vegna fyrirhugaðrar stækkunar. Núverandi framleiðslugeta er um 180 þús. tonn og áætluð stækkun er 280 þús. tonn. Afkasta- Rammagrein IV-1 Enn er mikil óvissa um frekari stóriðjuframkvæmdir 1. Grunnspá Seðlabanka Íslands 2006-2008. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af VLF Mynd IV-11 Fjármunamyndun atvinnuvega og í stóriðju 1991-20081 Fjármunamyndun í orkuöflun og stóriðju Önnur fjármunamyndun atvinnuvega Íbúðafjárfesting Fjármunamyndun alls 0 5 10 15 20 25 30 ‘07‘05‘03‘01‘99‘97‘95‘93‘91 Heimild: Hagstofa Íslands. Magnbreyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-12 Vöxtur fjármunamyndunar og innflutnings fjárfestingarvöru 1998-2005 og 1. ársfj. 2006 Fjármunamyndun atvinnuvega Innflutningur fjárfestingarvöru Fjármunamyndun alls -30 -20 -10 0 10 20 30 40 50 60 ‘06:1‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.