Peningamál - 01.07.2006, Page 27

Peningamál - 01.07.2006, Page 27
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 2 27 Hagvöxtur og framleiðsluspenna Undanfarin tvö ár hafa einkennst af mikilli framleiðsluspennu. Árið 2004 urðu mikil umskipti þegar framleiðsluspenna jókst í 2½% eftir 2% framleiðsluslaka á árinu 2003. Meginástæða þessara umskipta var að hagvöxtur á árinu 2004 var mjög mikill eða 8,2%. Eins og sést á mynd IV-17 eru náin tengsl á milli framleiðsluspennu og hagvaxtar.3 Myndin sýnir einnig að neikvætt samband er á milli atvinnuleysis og framleiðsluspennu, þ.e. þegar framleiðsluspenna er mikil og hagvöxtur mikill er atvinnuleysi lítið og öfugt. Hagvöxtur var 5,6% á síðasta ári og við það jókst framleiðslu- spennan í tæplega 4% sem er nokkru minni spenna en síðast var talið enda hafa söguleg gögn um fjármagnsstofn verið endurmetin. Hagstofan metur stofninn nú stærri en áður. Stærri fjármagnsstofn dregur að óbreyttu úr mældri framleiðsluspennu. Seðlabankinn spáir nú ívið meiri hagvexti á þessu ári eða tæp- lega 5% í stað rúmlega 4% vaxtar í mars. Framleiðsluspennan er hins vegar nánast óbreytt. Á árinu 2007 er spáð tæplega 2% hagvexti og minnkar þá framleiðsluspennan í um 3%. Á árinu 2008 er spáð ½% samdrætti landsframleiðslu og kemur þá fram lítils háttar framleiðslu- slaki. Við mat á framleiðsluspennu er hér miðað við grunnspána, þ.e.a.s. að stýrivextir breytist í samræmi við væntingar á skuldabréfa- markaði og spár greiningaraðila. Spáin um framleiðsluspennu er háð töluverðri óvissu. Mynd IV-18 sýnir núverandi mat á framleiðslu- spennu (dökka línan í miðjunni á bláu ferlunum) og óvissubil sem gefur til kynna líkur á því að framleiðsluspennan víki frá matinu. Talið er að 50% líkur séu á því að framleiðsluspennan verði innan dekksta svæðisins, 75% líkur séu á að hún verði innan þess svæðis sem mark- ast af dekksta og næstdekksta svæðinu og að 90% líkur séu á að hún verði innan skyggða svæðisins. Samkvæmt þessum útreikningum eru um 5% líkur á að framleiðsluspennan verði undir 1% á árinu 2007 og einnig 5% líkur á að hún verði yfir 5%. Ef miðað er við aðrar forsendur um stýrivexti verður líkindadreif- ing framleiðsluspennunnar önnur. Í mynd IV-2 á bls. 19 eru sýnd með- altalsgildi framleiðsluspennunnar miðað við fyrrgreinda þrjá spáferla. Þar sést að jafnvægi næst á milli framleiðslugetu og eftirspurnar á árinu 2007 ef fylgt er peningastefnureglu við ákvörðun stýrivaxta. Í því tilviki eru um helmingslíkur á framleiðsluslaka á árinu, en 5% líkur á að framleiðsluspenna verði 2% eða meiri. 3. Aðferðafræðinni við mat á framleiðsluspennu er nánar lýst í rammagrein í Peningamálum 2006/1, bls. 29. 1. Grunnspá Seðlabanka Íslands 2006-2008. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % Mynd IV-17 Framleiðsluspenna, hagvöxtur og atvinnuleysi 1992-20081 Framleiðsluspenna Hagvöxtur Atvinnuleysi -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 ‘08‘06‘04‘02‘00‘98‘96‘94‘92 Mynd IV-18 Framleiðsluspenna/framleiðsluslaki 1992 - 20081 % af framleiðslugetu 1. Mat á framleiðsluspennu með óvissubili, þar sem 50%, 75% og 90% líkur eru á að framleiðsluspennan verði innan við það, miðað við meðaltal staðalfráviks ólíkra aðferða síðan 1981. Heimild: Seðlabanki Íslands. -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 ‘92 ‘94 ‘96 ‘98 ‘00 ‘02 ‘04 ‘06 ‘08
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.