Peningamál - 01.07.2006, Page 27
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
2
27
Hagvöxtur og framleiðsluspenna
Undanfarin tvö ár hafa einkennst af mikilli framleiðsluspennu. Árið
2004 urðu mikil umskipti þegar framleiðsluspenna jókst í 2½% eftir
2% framleiðsluslaka á árinu 2003. Meginástæða þessara umskipta var
að hagvöxtur á árinu 2004 var mjög mikill eða 8,2%. Eins og sést á
mynd IV-17 eru náin tengsl á milli framleiðsluspennu og hagvaxtar.3
Myndin sýnir einnig að neikvætt samband er á milli atvinnuleysis og
framleiðsluspennu, þ.e. þegar framleiðsluspenna er mikil og hagvöxtur
mikill er atvinnuleysi lítið og öfugt.
Hagvöxtur var 5,6% á síðasta ári og við það jókst framleiðslu-
spennan í tæplega 4% sem er nokkru minni spenna en síðast var
talið enda hafa söguleg gögn um fjármagnsstofn verið endurmetin.
Hagstofan metur stofninn nú stærri en áður. Stærri fjármagnsstofn
dregur að óbreyttu úr mældri framleiðsluspennu.
Seðlabankinn spáir nú ívið meiri hagvexti á þessu ári eða tæp-
lega 5% í stað rúmlega 4% vaxtar í mars. Framleiðsluspennan er hins
vegar nánast óbreytt. Á árinu 2007 er spáð tæplega 2% hagvexti og
minnkar þá framleiðsluspennan í um 3%. Á árinu 2008 er spáð ½%
samdrætti landsframleiðslu og kemur þá fram lítils háttar framleiðslu-
slaki.
Við mat á framleiðsluspennu er hér miðað við grunnspána,
þ.e.a.s. að stýrivextir breytist í samræmi við væntingar á skuldabréfa-
markaði og spár greiningaraðila. Spáin um framleiðsluspennu er háð
töluverðri óvissu. Mynd IV-18 sýnir núverandi mat á framleiðslu-
spennu (dökka línan í miðjunni á bláu ferlunum) og óvissubil sem
gefur til kynna líkur á því að framleiðsluspennan víki frá matinu. Talið
er að 50% líkur séu á því að framleiðsluspennan verði innan dekksta
svæðisins, 75% líkur séu á að hún verði innan þess svæðis sem mark-
ast af dekksta og næstdekksta svæðinu og að 90% líkur séu á að hún
verði innan skyggða svæðisins. Samkvæmt þessum útreikningum eru
um 5% líkur á að framleiðsluspennan verði undir 1% á árinu 2007 og
einnig 5% líkur á að hún verði yfir 5%.
Ef miðað er við aðrar forsendur um stýrivexti verður líkindadreif-
ing framleiðsluspennunnar önnur. Í mynd IV-2 á bls. 19 eru sýnd með-
altalsgildi framleiðsluspennunnar miðað við fyrrgreinda þrjá spáferla.
Þar sést að jafnvægi næst á milli framleiðslugetu og eftirspurnar á
árinu 2007 ef fylgt er peningastefnureglu við ákvörðun stýrivaxta. Í
því tilviki eru um helmingslíkur á framleiðsluslaka á árinu, en 5% líkur
á að framleiðsluspenna verði 2% eða meiri.
3. Aðferðafræðinni við mat á framleiðsluspennu er nánar lýst í rammagrein í Peningamálum
2006/1, bls. 29.
1. Grunnspá Seðlabanka Íslands 2006-2008.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
%
Mynd IV-17
Framleiðsluspenna, hagvöxtur og
atvinnuleysi 1992-20081
Framleiðsluspenna
Hagvöxtur
Atvinnuleysi
-6
-4
-2
0
2
4
6
8
10
‘08‘06‘04‘02‘00‘98‘96‘94‘92
Mynd IV-18
Framleiðsluspenna/framleiðsluslaki
1992 - 20081
% af framleiðslugetu
1. Mat á framleiðsluspennu með óvissubili, þar sem 50%, 75% og
90% líkur eru á að framleiðsluspennan verði innan við það, miðað
við meðaltal staðalfráviks ólíkra aðferða síðan 1981.
Heimild: Seðlabanki Íslands.
-8
-6
-4
-2
0
2
4
6
8
‘92 ‘94 ‘96 ‘98 ‘00 ‘02 ‘04 ‘06 ‘08