Peningamál - 01.07.2006, Qupperneq 39

Peningamál - 01.07.2006, Qupperneq 39
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 2 39 stuðlað að hinum mikla vöruskiptahalla á fyrsta fjórðungi ársins. Því má gera ráð fyrir að innflutningur bíla dragist saman það sem eftir er ársins. Hins vegar þarf að hafa í huga að fyrst í stað vinna hin svoköll- uðu J-kúrfu áhrif á móti hjöðnun hallans, þar sem innfluttar vörur sem ákvörðun var tekin um að flytja inn til landsins áður en gengið lækk- aði verða dýrari áður en eftirspurn nær að bregðast við verðhækkun þeirra. Á síðari helmingi ársins ætti eftirspurnaráhrifanna þó að vera farið að gæta í auknum mæli. Halli á þjónustuviðskiptum við útlönd nam rúmlega 15 ma.kr. á fyrsta ársfjórðungi, en á sama tíma í fyrra voru þjónustuviðskipti óhag- stæð um 9 ma.kr. Innflutt þjónusta jókst um 13% á föstu gengi en útflutningur þjónustu dróst saman um 6%. Tekjur af erlendum ferða- mönnum á fyrsta ársfjórðungi jukust um 8½% frá fyrra ári en ferða- útgjöld Íslendinga erlendis jukust hins vegar um 26% á tímabilinu og nam halli á þessum lið þjónustuviðskipta tæpum 9 ma.kr. Áhrif stóriðjuframkvæmda Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur um þátt álvers- og virkjanafram- kvæmda í innflutningi vöru og þjónustu. Áætlanir framkvæmdaaðila gera ráð fyrir að heildarkostnaður við stóriðjuframkvæmdir á þessu ári verði um 113 ma.kr. Jafnframt er áætlað að um 65% af kostnaðinum felist í innfluttri vöru og þjónustu. Sé þeim kostnaði dreift jafnt yfir árið má ætla að fluttar hafi verið inn vörur og þjónusta vegna stóriðju- framkvæmda að andvirði tæpra 17 ma.kr. á fyrsta ársfjórðungi. Því má álykta að tæplega 40% hallans á vöru- og þjónustuviðskiptum og tæplega 28% viðskiptahallans á fyrsta ársfjórðungi megi rekja beint til stóriðjuframkvæmda. Að þessum áhrifum frátöldum stendur þó eftir viðskiptahalli sem er óhagstæður um sem nemur 18½% af vergri landsframleiðslu. Hrein staða þjóðarbúsins við útlönd versnar Aukinn viðskiptahalli og veikara gengi krónunnar skiluðu sér í versn- andi stöðu þjóðarbúsins gagnvart umheiminum. Á fyrsta ársfjórðungi versnaði hrein erlend skuldastaða þjóðarbúsins um 191 ma.kr. Tæp 60% af breytingunni skýrist af gengislækkun krónunnar en afgangur- inn af viðskiptahalla. Hlutfallslega hækkuðu erlendar eignir álíka mikið og skuldir, eða um rúmlega fjórðung. Skuldastofninn er hins vegar töluvert stærri en eignirnar og því versnaði hreina erlenda skulda- staðan lítils háttar. Heldur hefur dregið úr erlendum langtímalánum en erlendar skammtímaskuldir hafa hins vegar meira en tvöfaldast á milli ársfjórðunga. Þjóðhagslegur sparnaður í sögulegu lágmarki Þjóðhagslegur sparnaður (mismunur fjármunamyndunar og viðskipta- halla) á fyrsta ársfjórðungi 2006 var aðeins um 5% af vergri lands- framleiðslu og hefur aldrei verið minni. Lægst fór hlutfallið síðast í 8% á fjórða ársfjórðungi 2005. Svo lágt hlutfall þjóðhagslegs sparnaðar er einstakt og ber vott um óvenjumikið ójafnvægi. Samkvæmt spánni mun hins vegar draga mjög úr viðskiptahallanum á næstu mánuðum og þjóðhagslegur sparnaður því aukast á þriðja og fjórða ársfjórðungi og nema tæplega 13% af landsframleiðslu fyrir árið í heild. Mynd VII-3 Erlend staða þjóðarbúsins 1. ársfj. 1997 - 1. ársfj. 2006 Ma.kr. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af ársfjórðungslegri VLF -1.100 -1.000 -900 -800 -700 -600 -500 -400 -300 -200 -100 0 -440 -400 -360 -320 -280 -240 -200 -160 -120 -80 -40 0 ‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98‘97 Hrein staða sem hlutfall af VLF (h. ás) Hrein staða við útlönd (v. ás)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.