Peningamál - 01.07.2006, Síða 48

Peningamál - 01.07.2006, Síða 48
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 2 48 spátímabilinu, sem þegar hefur komið fram í meiri verðbólgu undan- farna mánuði en spáð var, vöxtur launakostnaðar á framleidda einingu eykst í kjölfar samkomulags á vinnumarkaði mun hraðar framan af spá- tímanum en áður var búist við og verðbólguvæntingar hafa aukist. Samkvæmt grunnspá halda stýrivextir áfram að hækka á þessu ári og fara hæst í rúmlega 13% á síðasta fjórðungi ársins. Vextirnir fara síðan smám saman lækkandi út spátímann og verða rúmlega 9% þegar spátímabilinu lýkur á öðrum fjórðungi ársins 2008. Gengi krónunnar lækkar nokkuð fram á mitt ár 2007 en hækkar síðan út spá- tímabilið. Við lok tímabilsins er gengisvísitalan u.þ.b. 131 stig. Samkvæmt þessum forsendum verður mikil verðbólga allt spá- tímabilið. Horfur eru á að verðbólga aukist eftir því sem líður á árið 2006 og að hún nái hámarki nálægt 11% á öðrum fjórðungi ársins 2007. Eftir það tekur verðbólga að hjaðna og spáð er að hún verði orðin tæplega 6% um mitt ár 2008. Verðbólga er því mjög há allt spátímabilið og sáralitlar líkur á að verðbólgumarkmið Seðlabankans náist nema aðhald peningastefnunnar verði aukið verulega umfram það sem markaðsaðilar búast við. Verðbólguferlarnir þrír sýna svipaðar verðbólguhorfur eitt ár fram í tímann en horfur til lengri tíma eru betri verði peningalegt aðhald meira Verðbólguhorfur eitt ár fram í tímann hafa því versnað mikið frá síðustu spá, og gildir það hvort sem litið er til grunnspár eða fráviks- spánna tveggja. Þegar líða tekur á spátímabilið fer hins vegar að gæta áhrifa hærri vaxta í þeim verðbólguferli þar sem stýrivextir ráðast af peningastefnureglu, en það leiðir til þess að verðbólga hjaðnar hraðar en í grunnspánni og þegar stýrivöxtum er haldið óbreyttum. Eins og sjá má á mynd VIII-12, gefur spáin með peningastefnu- reglu til kynna að stýrivextir þurfi að öðru óbreyttu að hækka mun hraðar á seinni hluta þessa árs en gert er ráð fyrir í grunnspánni og eru vextirnir orðnir mjög háir í lok ársins og haldast þar fram á næsta vor. Eftir það taka þeir að lækka og eru komnir í 9% í lok spátímabilsins, sem er sama vaxtastig og í grunnspánni. Hærri stýrivextir í fráviksspánni sem byggist á peninga stefnu- reglunni styðja enn frekar við gengi krónunnar sem er heldur sterkara en í grunnspánni. Hærra gengi, ásamt meira peningalegu aðhaldi að innlendri eftirspurn, kemur fram í hratt batnandi verðbólguhorfum þegar líður á spátímann. Þannig er verðbólga um 5½% eftir tvö ár, um 4% við lok spátímans og við markmið bankans um mitt ár 2008. Munurinn á þessari spá og grunnspánni er hins vegar lítill framan af enda fær peningastefnan ekki miklu áorkað til skamms tíma litið. Mynd VIII-13 sýnir verðbólguferlana þrjá. Undirliggjandi þættir aukins verðbólguþrýstings þeir sömu Framan af spátímabilinu er mikil spenna á vinnumarkaði og atvinnu- leysi lítið. Sem fyrr segir eru horfur á meiri vexti launakostnaðar eitt ár fram í tímann en í síðustu spá. Samkomulag ASÍ og SA frá 22. júní sl. hefur í för með sér launahækkanir umfram það sem áður var samið um. Gera má ráð fyrir að launaskrið aukist í kjölfarið. Mikil spenna á vinnumarkaði eykur líkur á því að launahækkanir komi nokkuð hratt Mynd VIII-13 Mismunandi verðbólguferlar % Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Grunnspá Verðbólguspá með óbreyttum vöxtum Verðbólguspá með peningastefnureglu 2 4 6 8 10 12 2008200720062005 0 2 4 6 8 10 12 200820072006200520042003 Verðbólguspá í Peningamálum 2006/1 Verðbólguspá í Peningamálum 2006/2 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % Mynd VIII-11 Endurskoðuð verðbólguspá Mynd VIII-12 Mismunandi stýrivaxtaferlar % 1. Stýrivaxtaferill sem miðar að því að ná verðbólgumarkmiðinu á næstu 2-3 árum. Heimild: Seðlabanki Íslands. Stýrivaxtaferill grunnspár Stýrivaxtaspá út frá óbreyttum vöxtum Stýrivaxtaspá út frá einfaldri peningastefnureglu1 4 6 8 10 12 14 16 18 20 200820072006200520042003
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.