Peningamál - 01.07.2006, Síða 52

Peningamál - 01.07.2006, Síða 52
P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 2 52 Seðlabankar geta aukið virkni peningastefnunnar með því að hafa áhrif á væntingar Í stað þess að gera ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum á spátímanum getur seðlabanki reynt að hafa áhrif á væntingar um þróun stýrivaxta með því að byggja spár á væntingum markaðsaðila um stýrivaxtafer- ilinn og túlka þá spá í ljósi niðurstöðunnar. Þetta getur hann t.d. gert með því að tjá skoðun sína á því hversu raunhæfar væntingarnar eru út frá því sjónarmiði að verðbólgumarkmiðinu verði náð innan tiltekins tíma.2 Þetta er sú leið sem t.d. Englandsbanki hefur farið frá því í ágúst 2004, sænski seðlabankinn frá því í október 2005 og Noregs banki þar til að hann hóf að spá eigin stýrivöxtum í nóvember á síðasta ári. Verðbólguspá með innbyggðri peningastefnureglu Annar valkostur er að fara að dæmi Seðlabanka Nýja-Sjálands og Noregsbanka og birta stýrivaxtaferil spárinnar, þ.e.a.s. stýri vaxtaferil sem seðlabankinn sjálfur telur líklegt að nægi til þess að verðbólgu- markmið náist. Nýsjálenski seðlabankinn reið á vaðið og birti slíka spá fyrst árið 1998, en Noregsbanki fylgdi fordæmi hans í nóvember 2005. Fræðilega séð er þetta eðlilegasta stýrivaxtaforsenda spár innar. Með þessum hætti er innra samræmi í spágerðinni tryggt og túlk- un hennar verður auðveldari. Þannig telja t.d. Svensson (2005) og Woodford (2004) að seðlabankinn geti haft veruleg áhrif á mark- aðsvæntingar, auk þess sem trúverðugleiki hans eykst vegna þess að spáin nálgast alltaf verðbólgumarkmiðið innan spátímans. Með því að hafa meiri áhrif á væntingar eykst skilvirkni peningastefnunnar til muna. Aðrir, eins og Goodhart (2001) og Mishkin (2004), hafa hins vegar haft efasemdir um gagnsemi þess að ganga svo langt og óttast að skilaboð bankans verði of fl ókin og að stýrivaxtaferillinn verði túlkaður sem skuldbinding um vaxtaþróun næstu misseri fremur en skilyrt spá sem óhjákvæmilega breytist þegar aðstæður í efnahags- lífi nu breytast. Reynsla Nýsjálendinga og Norðmanna bendir hins vegar ekki til þess að þetta sé vandamál. Því kemur vel til greina að Seðlabankinn taki þennan hátt upp einnig þegar meiri reynsla verður komin á nýja þjóðhagslíkanið og árangur braut ryðjenda á þessu sviði. Með því að birta peningastefnumiðaðan vaxtaferil ásamt öðrum ferl- um hefur Seðlabankinn raunar tekið mikilvægt skref í þessa átt, þótt grunnspáin sé enn gerð með öðrum hætti. Grunnspá hefur fram til þessa byggst á föstum vöxtum og gengi Til þessa hefur Seðlabankinn birt þjóðhags- og verðbólguspá sem byggist á því að stýrivextir og gengisvísitala krónunnar haldist óbreytt frá spádegi. Þessi spá hefur verið kölluð grunnspá og fengið nokkru ítarlegri umfjöllun en aðrir ferlar eða fráviksspár sem einnig hafa verið birtar. Megintilgangur grunnspárinnar hefur verið að gefa vísbendingu um líklega efnahagsframvindu að því gefnu að vöxtum verði ekki breytt og gengi krónunnar haldist stöðugt. Grunnspáin hefur því fyrst og fremst falið í sér vísbendingu um hvort vaxtastig á hverjum tíma nægi til að tryggja framgang verðbólgumarkmiðsins og þannig nýst bankanum við mat á því hvort frekari breytinga á stýrivöxtum sé þörf. Forsenduna um stöðugt gengi má einnig rétt- læta með þeim rökum að rannsóknir hafi bent til þess að nýjasta gengi sé jafnan skásta fáanlega spá um framtíðargengi. Fjarstæðukennt að óbreyttir stýrivextir og gengi haldi við núver- andi aðstæður Þegar þokkalegt jafnvægi er í þjóðarbúskapnum getur spá með óbreyttum vöxtum og gengi gefi ð nokkuð rétta mynd af efna hags - 2. Þessi leið er jafnframt líklegri til að tryggja innra samræmi í spágerðinni, þótt seðlabank- inn þurfi að varast að fylgja markaðsvæntingum í blindni við ákvörðunartökuna þar sem slíkt getur leitt til óstöðugleika þar sem haldreipið skortir þegar ákvarðanir eru farnar að byggjast á væntingum um sömu ákvarðanir (sjá Bernanke og Woodford, 1997). ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.