Peningamál - 01.07.2006, Síða 58

Peningamál - 01.07.2006, Síða 58
P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 2 58 Þróun eignaverðs kann að fela í sér erfiða kosti fyrir peningastefnuna Talsverð umræða á sér nú stað víða um heim um peningastefnu og eignaverð, þ.e.a.s. þá spurningu hvort eða hvernig peningastefnan eigi að bregðast við eignaverðsbólum. Hér á landi hefur umræðan einkum snúist um þátt eigin húsnæðis í vísitölu neysluverðs, en þar til fyrir skömmu skýrði hækkun húsnæðisliðarins meginhluta hækkunar vísitölunnar. Verðbólgan sem nú er í kortunum er hins vegar mun víð- tækari. Spurningin um hvort hækkun húsnæðisliðarins brengli ákvarð- anir í peningamálum er því ekki eins brennandi nú og oft áður. Hins vegar er ljóst að þróun eignaverðs mun skipta gríðarlega miklu máli fyrir framkvæmd peningastefnunnar á næstu misserum. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu er nú svo hátt að næsta líklegt verður að telja að raunverð þess muni lækka á næstu árum – jafnvel nafnverð einnig. Lækkun íbúðaverðs mun hafa mikil áhrif á vöxt einkaneyslu og fjármunamyndunar, ekki síst í íbúðarhúsnæði. Nokkur verðlækkun á næstu árum er þegar byggð inn í spár Seðlabankans og á drjúgan þátt í þeim samdrætti eftirspurnar sem í þeim felst. Ekki er loku fyrir það skotið, í ljósi þess hversu hátt íbúðaverð er orðið, að aðlögun þess að langtímajafnvægi verði hraðari. Verði aðlögun við- skiptahallans einnig hraðari, með umtalsvert meiri gengislækkun og tilheyrandi verðbólguáhrifum, kann Seðlabankinn að vera í þeirri erf- iðu stöðu að þurfa að halda vöxtum töluvert háum þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífinu. Ekki er ólíklegt að þau líkön sem bankinn hefur yfir að ráða vanmeti samdrátt sem kann að hljótast af samtímis lækkun fast- eignaverðs og gengis vegna áhrifa í gegnum efnahagsreikninga heim- ila og fyrirtækja. Hinn kosturinn, að hafa meiri slaka í peningastefn- unni og leyfa genginu að falla viðnámslítið myndi einnig hafa umtals- verð samdráttaráhrif vegna meiri verðbólgu og kaupmáttar rýrnunar. Fórnarkostnaður aðhaldssamrar peningastefnu til skamms tíma er því ekki eins mikill og virðast kann í fyrstu og til lengri tíma litið er ávinn- ingurinn umtalsverður. Æskilegt að fleiri en Seðlabankinn leggi hönd á aðhaldsplóginn Seðlabankinn býr yfir þeim tækjum sem þarf til að hemja verðbólguna til langs tíma litið, jafnvel einn síns liðs, og mun beita þeim óhikað. Dýrkeypt kann hins vegar að reynast að vinna bug á verðbólguvand- anum með peningastefnunni einni saman við núverandi aðstæður. Því er mikilvægt að allir sem þess eiga kost leggi sitt af mörkum til þess að létta byrðum af peningastefnunni. Ber þar fyrst að nefna ríkis- stjórnina. Hún getur stuðlað að minni hækkun stýrivaxta með enn aðhaldssamari stefnu í ríkisfjármálum. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um frestun framkvæmda er fagnaðarefni þótt umfangið sé enn óljóst. Ríkisstjórnin getur einnig stuðlað að skjótri og farsælli lausn á framtíð- arhlutverki Íbúðalánasjóðs. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að vextir sjóðsins væru mun hærri ef ekki kæmi til bakábyrgð ríkissjóðs og hann byggi við samsvarandi reglur um eigið fé og aðrar lánastofn- anir eða kröfur um arðsemi. Íbúðalánasjóður veitti þar til nýlega lán með 90% veðhlutfall, þrátt fyrir stóraukna hættu á að andvirði þess- ara lána verði hærra en verðmæti eignarinnar sem keypt er. Spyrja má hvort eðlilegt sé að skattgreiðendur taki á sig þá áhættu sem fylgir ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.