Peningamál - 01.07.2006, Side 62

Peningamál - 01.07.2006, Side 62
F JÁRMÁLAMARKAÐIR OG AÐGERÐIR SEÐLABANKANS P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 2 62 ójafnvægið í heimsbúskapnum hefur verið að aukast um nokkurt skeið og kannski þurfti lítinn neista til að tendra kveikiþráðinn. Tvær stýrivaxtahækkanir Bankastjórn Seðlabanka Íslands ákvað að hækka stýrivexti um 0,75 prósentur 30. mars og aftur 18. maí. Versnandi verðbólguhorfur voru ástæða beggja hækkana og réð gengisþróun krónunnar þar miklu. Einng var tilgreint í mars að við endurskoðun þjóðhagsreikninga fyrir árið 2004 hefði komið í ljós að hagvöxtur hafði verið verulega vanmet- inn. Samtímis voru bankar hvattir til að auka aðhald í útlánum enda hafði útlánavöxtur verið óhófl egur óháð því hvaða mælikvarðar eru notaðir. Þróun stýrivaxta Seðlabankans og vaxta á millibankamarkaði fyrir lán í krónum má sjá á mynd 1. Veiking – styrking – veiking Gengi krónunnar hélt áfram að veikjast í mars, t.d. í kjölfar skýrslu erlends banka um íslensk efnahagsmál sem var birt 21. mars en þann dag hækkaði vísitala gengisskráningar um 2,7%. Skömmu síðar, eða 24. mars, bárust af því fréttir að eigendur skuldabréfa íslenskra banka sem gefi n voru út í Bandaríkjunum hefðu nýtt sér rétt til uppsagnar á bréfunum og leiddi það til 2,3% hækkunar gengisvísitölunnar. Breyt- ingar á mati fjárhagslegs styrks bankanna ollu veikingu og sömuleið- is hærri verðbólgutölur í apríl en vænst hafði verið. Inn á milli þess- ara atburða varð þó styrking en leitnin var þó til veikingar. Hæst reis vísitalan 21. apríl þegar hún var skráð 133,47 en skömmu áður hafði erlendur banki birt neikvæða skýrslu um ástandið hérlendis. Á þessum tímapunkti varð þó viðsnúningur því að krónan hækkaði þegar leið á daginn. Næstu daga var leitni til styrkingar sem m.a. var studd af skýrslu sem Viðskiptaráð Íslands gaf út hinn 3. maí en höfundar hennar voru Fredrick Mishkin og Tryggvi Þór Herbertsson. Daginn eftir birti Seðla- bankinn árlega skýrslu um fjármálastöðugleika og var meginniðurstaða hennar að fjármálakerfi ð væri traust og gæti staðist talsverð áföll en vandasöm sigling væri þó framundan. Þá voru um þetta leyti birt upp- gjör bankanna fyrir fyrsta ársfjórðung og sýndu þau methagnað. Þrátt fyrir að stýrivaxtahækkun Seðlabankans 18. maí væri nokkuð í hátt við væntingar markaðsaðila hækkaði vísitala gengisskráningar en vera kann að órói utan úr heimi, m.a. breytingar á gengi tyrkneskrar líru og suður-afrísku rands hafi haft áhrif hérlendis. Sveifl ur höfðu þó minnkað en frétt frá Standard & Poor’s í byrjun júní um að fyrirtækið hefði breytt horfum um lánshæfi smat ríkissjóðs úr stöðugum í neikvæðar ollu veikingu krónunnar. Ummæli matsfyrirtæk- isins Fitch Ratings um að vænta mætti harkalegrar lendingar íslenska hagkerfi sins og slæmar verðbólgutölur ýttu enn fremur undir veikingu. Öðru hverju hafa erlendir aðilar einnig gefi ð út skuldabréf í íslenskum krónum og hefur það stutt gengi krónunnar. Vísitölu gengisskráningar má sjá á mynd 2. Flökt krónunnar nálgast meðaltal á ný Gengisbreytingarnar í febrúar ollu því m.a. að fl ökt krónunnar eins og það er mælt sem fl jótandi mánaðarmeðaltal staðalfráviks daglegra breytinga snarjókst eins og sjá má á mynd 3. Ljóst er að gengi krón- Daglánavextir Dagvextir á krónumarkaði Stýrivextir (umreiknaðir í flata vexti) 3 mánaða vextir á krónumarkaði Viðskiptareikningsvextir Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd 1 Vextir á krónumarkaði og stýrivextir Seðlabankans Daglegar tölur 3. janúar 2006 - 23. júní 2006 % 8,5 9,0 9,5 10,0 10,5 11,0 11,5 12,0 12,5 13,0 13,5 14,0 júnímaíapr.marsfeb.jan. 100 107 114 121 128 135 júnímaíaprílmarsfebr.jan. Mynd 2 Vísitala gengisskráningar Daglegar tölur 3. janúar 2006 - 23. júní 2006 31. des. 1991=100 Heimild: Seðlabanki Íslands.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.