Peningamál - 01.07.2006, Síða 63

Peningamál - 01.07.2006, Síða 63
F JÁRMÁLAMARKAÐIR OG AÐGERÐIR SEÐLABANKANS P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 2 63 unnar um þessar mundir er mun nær langtímajafnvægi en t.d. sl. haust en ef eitthvað er að marka reynslu síðasta hræringaskeiðs má búast við yfi rskotum sem jafnvel geta varað í nokkurn tíma. Ójafnvægi í íslensku efnahagslífi og breytingar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum gætu valdið titringi í gengi við og við á næstu mánuðum. Metvelta á gjaldeyrismarkaði Órói á mörkuðum hefur valdið talsverðri aukningu veltu. Velta á gjald- eyrismarkaði það sem af er ári er þegar komin yfi r heildarveltu alls síð- asta árs, sem þó var metár. Veltan frá ársbyrjun til 23. júní nam 2.313 ma.kr. en allt síðsta ár var hún 2.077 ma.kr. Því til viðbótar hóf Reuters í byrjun maí rekstur markaðar með íslenska krónu og hefur velta á honum verið nokkur og velkomin viðbót við þá kosti sem buðust fyrir. Velta í viðskiptakerfi Reuters nam 243 ma.kr. frá því að viðskipti hófust 6. maí og til 23. júní. Verðbil kaup- og sölutilboða á þessum markaði er yfi rleitt meira en á innlenda millibankamarkaðnum. Fjöldi erlendra banka hefur nýtt sér þennan markað en fl estöll viðskipti á honum hafa verið með evru en á innlenda millibankamarkaðnum er Bandaríkjadal- ur notaður, í það minnsta enn sem komið er. Breytingar á gjaldeyrisforða Gjaldeyrisforði Seðlabankans hefur hækkað nokkuð í krónum talið í kjölfar veikingar krónunnar, auk þess sem reglulega er keyptur gjald- eyrir til að mæta þörfum ríkissjóðs vegna vaxtagreiðslna og upp- greiðslu erlendra lána. Í lok mars var gjaldeyrisforðinn kominn upp fyrir 80 ma.kr. en inni í þeirri tölu var talsverður uppsafnaður gjaldeyrir sem ríkissjóður hafði lagt fyrir vegna greiðslu á láni sem var á gjalddaga í byrjun apríl. Í kjölfar greiðslunnar lækkaði gjaldeyrisforðinn talsvert og er um þessar mundir 74 ma.kr. Erlend lánastaða ríkissjóðs hefur lækk- að verulega síðustu ár, bæði vegna góðrar lausafjárstöðu, sem tengist hagfelldu árferði og vegna tekna af einkavæðingu Símanns. Gjalddagar krónubréfa nálgast Í september nk. falla fyrstu krónubréfi n í gjalddaga og verður for- vitnilegt að fylgjast með áhrifum þess á gengi krónunnar og vexti. Á mynd III-1 á bls.14 má sjá endurgreiðsluferil erlendu krónubréfanna. Ef marka má reynslu Nýsjálendinga ættu áhrifi n ekki að verða eins mikil og e.t.v. mætti gera ráð fyrir. Ástæður þess geta verið nokkrar. Mark- aðir eru framsýnir og þetta eru þekktar stærðir sem gera má ráð fyrir í áætlunum og koma því ekki á óvart. Hugsanlegt er að einhverjir aðilar endurfjárfesti krónur hérlendis og hyggist sitja af sér það óróaskeið sem nú varir. Einnig er sennilegt að talsverður hópur hafi þegar losað sig út úr stöðum með framvirkum samningum og þannig tekið tapið af fjárfestingunni á sig. Vextir þessara bréfa á eftirmarkaði hækkuðu talsvert þegar hræringarnar gerðu vart við sig í febrúar og mars og vel kann að vera að innlendir fjárfestar líti þessi bréf hýrum augum, enda eru yfi rleitt vel metnir útgefendur sem standa þarna að baki. Ef slíkt hendir breytir það myndinni nokkuð, því að ef innlendir aðilar kaupa 2. Sjá grein Þorvarðar Tjörva Ólafssonar í Peningamálum 4/2005. Mynd 3 Flökt krónu gagnvart Bandaríkjadal Daglegar tölur 3. janúar 2005 - 23. júní 2006 % Heimild: Reuters. 0 5 10 15 20 25 30 jmamfjdnosájjmamfj 2005 2006
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.