Peningamál - 01.07.2006, Page 64

Peningamál - 01.07.2006, Page 64
F JÁRMÁLAMARKAÐIR OG AÐGERÐIR SEÐLABANKANS P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 2 64 bréfi n koma gengisáhrif þess fram á öðrum tíma en á gjalddaga og losa erlendu fjárfestana út úr krónustöðunni. Tímaróf vaxta leitar upp Úr einföldu tímarófi vaxta má m.a. lesa væntingar markaðsaðila um framtíðarvexti. Fróðlegt getur verið að bera saman þessa ferla á ólíkum tímapunktum og má m.a. sjá á mynd 4 hversu væntingar um framtíð- arvexti lengri skuldbindinga hafa breyst á örfáum mánuðum. Ef borinn er saman ferill vaxta á millibankamarkaði fyrir lán í krónum 10. janúar og 10. febrúar sl. sést að ferillinn hefur hliðrast nokkurn veginn jafnt upp um ígildi stýrivaxtabreytingar Seðlabankans hinn 26. janúar. Mikl- ar hræringar hófust um 20. febrúar og því þá jukust verðbólguvænt- ingar og á milli 10. febrúar og 10. mars hækkuðu lengri vextirnir tals- vert, t.a.m. vextir til eins árs um 0,36 prósentur sem að hluta kann að skýrast af því að væntingar um frekari hækkun stýrivaxta væru farnar að hafa áhrif. Hinn 9. júní höfðu vextir til eins árs hækkað um 2,24 prósentur frá 10. mars en stýrivextir hækkuðu á tímabilinu um 1,5 pró- sentur. Einnig voru nokkur áhrif merkjanleg á ávöxtun óverðtryggðra ríkisbréfa eins og sjá má á mynd 5. Ávöxtun RIKB 10 0317 hækkaði frá 10. janúar til 9. júní um 2,03 prósentur sem er 0,28 prósentum meiri hækkun en nemur stýrivaxtahækkunum Seðlabankans á tímabilinu en ávöxtun RIKB 13 0517 hækkaði á sama tíma um 1,33 prósentur sem er 0,42 prósentum minna en nemur hækkun stýrivaxta. Markaðurinn metur því minni þörf fyrir hækkun vaxta til lengri tíma enda séu lík- ur á að verðbólguhækkunin nú sé tímabundin og að verðbólga muni hjaðna þegar fram í sækir. Þessa sömu niðurstöðu má einnig lesa út úr vöxtum sem eru reiknaðir út frá skiptakjörum (e. swaps) en slíka vexti er hægt að sjá í viðskiptakerfi Reuters. Vaxtamunur hefur aukist Vaxtamunur við útlönd eins og hann er mældur með samanburði 3 mánaða millibankavaxta jókst úr 7 prósentum í 8,6 prósentur á tímabilinu frá 14. mars til 20. júní. Að hluta til endurspeglar þetta stýrivaxtahækkanir Seðlabanka Íslands á tímabilinu en vextir hérlendis hafa einnig hækkað umfram stýrivaxtahækkanir bankans vegna auk- innar verðbólgu. Ríkissjóður styður við peningastefnuna Um nokkurt skeið hefur verið ljóst að markaðsbrestur hefur verið til staðar í þróun óverðtryggðra vaxta. Ríkisverðbréf mynda hér, sem og víðast annars staðar, grundvöll vaxtamyndunar og er oft talað um slíka vexti sem „áhættulausa vexti“ þar sem líkurnar á því að ríkissjóður geti ekki staðið við skuldbindingar sínar eru taldar hverfandi. Lítil fjárþörf ríkissjóðs leiddi til þess að dregið var úr útgáfu ríkisbréfa til skemmri tíma og var tekin ákvörðun um að reyna að byggja upp þá flokka sem lengst eiga í gjalddaga, þ.e. flokka á gjalddaga 2010 og 2013. Að auki var útgáfu ríkisvíxla breytt úr þriggja mánaða víxlum í eins mánaðar víxla. Þetta varð til þess að talsvert stórt gat myndaðist í ferlinum. Að tillögu Seðlabankans var þetta fyrirkomulag tekið til endurskoðunar og varð niðurstaðan sú að ríkissjóður mun á hálfs árs fresti gefa út Mynd 4 Tímaróf vaxta á krónumarkaði Heimild: Seðlabanki Íslands. 9.6. 2006 10.5. 2006 10.4. 2006 10.3. 2006 10.2. 2006 10.1. 2006 Dagar til innlausnar 0 100 200 300 400 9,0 9,5 10,0 10,5 11,0 11,5 12,0 12,5 13,0 % Mynd 5 Ávöxtun ríkisbréfa Daglegar tölur 3. janúar 2006 - 23. júní 2006 % Heimild: Seðlabanki Íslands. 7,0 7,5 8,0 8,5 9,0 9,5 10,0 10,5 11,0 11,5 12,0 12,5 13,0 RIKB 13 0517 RIKB 10 0317 RIKB 07 0209 júnímaíapr.marsfeb.jan.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.