Peningamál - 01.07.2006, Qupperneq 69

Peningamál - 01.07.2006, Qupperneq 69
Fyrir bankastjórnarinnar hönd býð ég ykkur velkomin til 45. árs- fundar Seðlabanka Íslands, en stofndagur bankans telst vera 7. apríl 1961. Reikningar Seðlabankans hafa í dag verið staðfestir af forsætis- ráðherra. Jafnframt hefur ársskýrsla bankans verið gefin út. Auk greinargerðar um afkomu bankans er þar yfirlit yfir með hvaða hætti hann hefur gegnt lögboðnu hlutverki sínu. Efnahagsþróunin lakari en spár gerður ráð fyrir í fyrra Formaður bankaráðsins vék í máli sínu sérstaklega að Birgi Ísleifi Gunnarssyni, fyrrverandi formanni bankastjórnar, og gerir banka- stjórnin orð hans að sínum. Samhengisins vegna vil ég leyfa mér að vekja sérstaka athygli á tveimur atriðum sem fyrrverandi formaður bankastjórnarinnar nefndi á síðasta ársfundi. Fyrra atriðið sneri að spá bankans um verðbólgu og viðskiptahalla. Bankinn spáði þá, að við- skiptahalli yrði 12% af vergri landsframleiðslu árið 2005 og verðbólga yrði um 2½% á þessari stundu. Nú er orðið ljóst að þróunin hefur orðið mun lakari en spár og vonir stóðu til. Viðskiptahallinn varð 16,6% af landsframleiðslu og verðbólga er nú 4,4%. Það er vissulega ekki venja stofnana að vekja sérstaka athygli á því ef spár þeirra ganga ekki fullkomlega eftir. En hverjar eru skýr- ingarnar? Mikill hagvöxtur og atvinnuleysi í lágmarki Nú er komið á daginn að hagvöxtur var meiri á s.l. ári en spár gerðu ráð fyrir og uppgjör sýna einnig, að árið 2004 var stórlega vanmetið. Þá varð hagvöxtur 8,2% og hafði ekki verið meiri hér á landi síðan 1987 á hinu svokallaða skattleysisári. Síðastliðið ár var viðburðaríkt í hagrænu tilliti. Einkaneyslan jókst hraðar en á nokkru ári frá 1987 og fjármunamyndun hraðar en á nokkru ári frá 1971. Innflutningur hefur ekki aukist jafnmikið á einu ári frá 1953 og viðskiptahallinn sló öll fyrri met, þótt nauðsynlegt sé að geta þess að mikil aukning erlendra eigna Íslendinga sem gefa góðan arð, verður til þess að hrein erlend staða þjóðarbúsins versnar lítið. Kaupmáttur var í hámarki, atvinnuleysi í lágmarki og erlend fjárfesting stórfelld. Þessa bólgnu mynd verður að skoða í ljósi hins mikla hagvaxtar ársins á undan, ársins 2004, og ágæts vaxtar árið 2003. Við þessar miklu hræringar bætist uppstokk- un á innlendum lánamarkaði, með stórauknum aðgangi landsmanna að fé gegn fasteignaveði. Vöxtur ráðstöfunartekna og hreins auðs bætist við og gerir þetta tímabil einstakt í íslenskri hagsögu. Davíð Oddsson bankastjóri og formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands Ögrandi tímar Ræða flutt á ársfundi Seðlabanka Íslands 31. mars 2006
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.