Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 77

Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 77
UM ÚTRE IKNING Á GJALDMIÐLAVOGUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 2 77 á fjóra gjaldmiðla, Bandaríkjadal, evru, japanskt jen og sterlingspund í sömu hlutföllum og þeir hafa í SDR. Viðskipti Austur-Evrópulanda sem nú hafa gengið í Evrópusambandið hafa verið talin með evrusvæðinu. Samtals vega viðskipti við þessi lönd tæplega 5% í heildarviðskiptum Íslands. Segja má að í þessari aðferð felist ákveðin tilhneiging til að gera körfuna stöðugri. Aðferðina má einnig réttlæta með því að gengi gjaldmiðla margra smærri landa hefur verið fest gagnvart einhverjum af stóru gjaldmiðlunum. Rökin fyrir þessari aðferð eru hins vegar ekki jafn sterk eftir að krónan var sett á fl ot og einnig margir þeirra gjald- miðla sem áður voru bundnir einhverjum stóru gjaldmiðlanna. Líklegt er að aðferðin hafi í för með sér að vægi stóru gjaldmiðlanna verði meira en ella. Slíkt fyrirkomulag er óheppilegt ef tilgangur vísitölunnar er að gefa rétta mynd af áhrifum gengisbreytinga á samkeppnisstöðu og verðlag. Það gæti t.d. hafa orðið til þess að vísitalan hafi ýkt áhrif lækkunar Bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum á íslenskt efna- hagslíf undanfarin ár. Í íslensku vísitölunni er einnig tekið tillit til svokallaðra þriðju- landaáhrifa.3 Þeir útreikningar hafa hins vegar ekki verið uppfærðir frá árinu 1995. Aðeins er leiðrétt fyrir þriðjulandaáhrifum vegna útfl utn- ings fi skafurða á stærstu markaðina. Upplýsinga var afl að um helstu innfl ytjendur fi sks til þeirra fi mm þjóðlanda sem Íslendingar selja eink- um fi sk til. Þessi markaðslönd eru Bretland, Bandaríkin, Frakkland, Þýskaland og Japan. Ekki liggur fyrir verðteygni eftirspurnar á þessum mörkuðum né verðteygni framboðs frá einstökum löndum inn á þessa markaði. Því hefur verið farin einfaldari leið til að meta þriðjulanda - áhrifi n. Metin hefur verið markaðshlutdeild viðkomandi samkeppnis- lands á fi skmörkuðum stærstu fi skinnfl ytjenda frá Íslandi og helmingur þeirrar hlutdeildar færður frá fi skinnfl ytjandanum til samkeppnislands- ins. Þetta felur í sér að framboðs- og eftirspurnarhliðinni er gert jafn hátt undir höfði, sem réttlæta má með því að framboðs- og eftirspurn- arteygni sé u.þ.b. hin sama. Stærð markaðarins er metin með tilliti til fi sknotkunar. Sú ákvörðun að miða leiðréttinguna frekar við hlutfall af fi sknotkun fremur en framboð er umdeilanleg, en önnur lausnin er ekki endilega betri en hin. Við mat á þjónustuviðskiptum eru m.a. notaðar upplýsingar um fl utninga, ýmsa viðskiptaþjónustu og landaskiptingu ferða þjónustu sem er byggð á landaskiptingu gjaldeyrisviðskipta, kortanotkun, fjölda ferðamanna til landsins og gistinóttum. Óvissa við mat á þessum upp- lýsingum er mismikil og eru upplýsingar um kortanotkun bæði á tekju- og gjaldahlið hvað áreiðanlegastar. Landaskipting gjaldeyrisviðskipta er fengin út frá upplýsingum úr gjaldeyrisviðskiptakerfum, en það er talið fremur óáreiðanlegt mat á umfangi eða skiptingu þjónustuvið- skipta. Því hafa fl estar þjóðir horfi ð frá þessari aðferð og er upplýs- ingum yfi rleitt fremur safnað með könnunum. Gengisvísitala Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Gengisvísitala Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir Ísland er byggð upp af þremur mismunandi vogum, vöruviðskiptavog, þjónustuvog og hrá- 3. Með „þriðjulandaáhrifum” er átt við áhrif á samkeppnisstöðu sem rekja má til innbyrðis viðskipta viðskiptalanda viðkomandi lands. Þannig fær t.d. Noregur aukið vægi vegna þess að norskar sjávarafurðir keppa við íslenskar sjávarafurðir á mörkuðum Evrópu og víðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.