Peningamál - 01.07.2006, Side 78

Peningamál - 01.07.2006, Side 78
UM ÚTRE IKNING Á GJALDMIÐLAVOGUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 2 78 vöruvog. Núverandi vog byggist á viðskiptum áranna 1999-2001. Aðferðafræðin hefur nýlega tekið nokkrum breytingum, einkum hvað varðar útreikning á þjónustuvoginni. Vægi gjaldmiðla var áður fyrr eingöngu metið út frá vöru- og þjónustuviðskiptum, auk þess sem tekið var tillit til þriðjulandaáhrifa. Skipting þjónustuviðskipta var metin út frá landaskiptingu gjalda og tekna af ferðamönnum og þá einungis í þeim löndum þar sem ferðamannaiðnaður var mikilvægur þáttur heildarviðskipta. Í núgildandi vísitölu er hins vegar tekið mið af öllum þjónustuviðskiptum ef upplýsingar um þau liggja fyrir. Víða eru þó ekki til nægilega áreiðanlegar upplýsingar um landaskiptingu annarra þjónustuviðskipta en ferðamannaþjónustu, sem metin er út frá fjölda ferðamanna. Rannsóknir benda hins vegar til þess að þjón- ustuviðskipti ráðist af sömu grundvallarþáttum og vöruviðskipti, t.d. fjarlægð, hlutfallslegri landsframleiðslu og menningarlegum tengslum. Sökum þess hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gengið út frá því að önn- ur þjónustuviðskipti en viðskipti tengd ferðamannaþjónustu dreifi st svipað og vöruviðskipti þegar ekki liggja fyrir áreiðanlegar upplýsingar um skiptingu þjónustuviðskipta. Ef ferðamannaiðnaður er stór hluti af þjóðarbúskapnum er sjálfstætt mat lagt á skiptingu tekna og gjalda af ferðamönnum. Hrávöruviðskiptum er skipt niður í tuttugu fl okka og er hver fl okkur meðhöndlaður sem einsleit vara með eitt verð. Heildarhrávöru- vægi hvers lands er fengið með því að leggja saman vægi hrávöru- fl okka, þar sem tekið hefur verið tillit til mikilvægis hvers hrávörufl okks í heildarhrávöruviðskiptum lands og fyrir mikilvægi þess í alþjóðavið- skiptum með viðkomandi hrávörur. Í útreikningunum er ekki tekið tillit til viðskipta með olíu og orku. Vægi vöruviðskipta er ætlað að endurspegla samkeppni innlendra aðila á útfl utningsmörkuðum og við innfl utning. Samkeppni á útfl utn- ingsmörkuðum getur verið bein, við innlenda keppinauta í viðkomandi landi, eða óbein samkeppni við keppinauta frá öðru viðskiptalandi. Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn metur svokölluð þriðjulandaáhrif út frá hlut- fallslegu mikilvægi innfl utnings á vöru á móti sölu á heimavarningi í þriðja landinu. Vægi þriðjulandaáhrifanna er því minna eftir því sem landið er lokaðra.4 Gjaldmiðlavog Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir hvert og eitt land er því reiknuð á eftirfarandi hátt: Wij = (aM+aS)Wji(M)+aCWji(C)+aTWji(T), þar sem Wji(M), Wji(C) og Wji(T) eru landavogir fyrir vöru- viðskipti, hrávörur og ferðamannaþjónustu, og aM, aS, aC og aT hlutföll vöruviðskipta, þjónustuviðskipta (að undanskilinni ferða- mannaþjónustu), hrávöruviðskipta og ferðamannaþjónustu. Talsverður munur er á vægi gjaldmiðla í vísitölu Alþjóðagjald eyrissjóðsins fyrir íslensku krónuna annars vegar og gengisvísitölu Seðlabanka Íslands hins vegar eins og sjá má í töfl u 1. 4. Sjá nánari umfjöllun um útreikning á ,,þriðjulandaáhrifunum“ í viðauka 2 í New Rates from New Weights.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.