Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 82

Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 82
UM ÚTRE IKNING Á GJALDMIÐLAVOGUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 2 82 miðlum sem viðskipti eru með á skilvirkum fjármálamörkuðum og þar sem virk verðmyndun á skammtíma- og langtímavöxtum er ávallt til staðar. Lönd með mikla verðbólgusögu samanborið við Bandaríkin eru ekki með í vísitölunni (Leahy 1998; Loretan 2005). Vísitala annarra mikilvægra viðskiptaþjóða mælir breytingar á gengi dalsins gagnvart öðrum helstu viðskiptalöndum Bandaríkjanna í Asíu, Mið-Austurlöndum, Austur-Evrópu og Mið- og Suður-Ameríku. Vægi þessara gjaldmiðla í breiðu voginni hefur á síðastliðnum árum verið u.þ.b. 40%. Talið er að vísitalan sé góður mælikvarði á sam- keppnishæfni bandarískrar vöru á þessum markaðssvæðum og vöru þaðan á Bandaríkjamarkaði. Sum þessara landa hafa gengið í gegnum tímabil mikillar verðbólgu. Í slíkum tilvikum gagnast vísitala annarra mikilvægra viðskiptaþjóða helst til að greina skammtímabreytingar á gengi Bandaríkjadals. Stöðugt er verið að endurmeta þá aðferðafræði sem stuðst er við, en engar stórvægilegar breytingar hafa þó verið gerðar síðan byrjað var að fylgja þessari reglu (Loretan 2005). Evrópski seðlabankinn (ECB) Evrópski seðlabankinn reiknar reglulega nokkrar gengisvísitölur evru. Árið 2004 uppfærði bankinn vogirnar sem vísitölurnar byggjast á (sjá m.a. ECB 2004a, 2004b) og eftir þá uppfærslu birtir bankinn þrjár vegnar gengisvísitölur: EER-12, EER-23 og EER-42. Eins og nöfnin gefa til kynna taka vísitölurnar mið af þremur vogum sem taka tillit til gjaldmiðla 12, 23 og 42 helstu viðskiptalanda svæðisins. Ekki er um sérstök inntökuskilyrði að ræða önnur en þau að gjaldmiðlar uppfylli ofangreind skilyrði út frá tvíhliða vöruviðskiptumen jafnframt þurfa viðkomandi lönd að uppfylla vissar lágmarkskröfur um aðgengi og áreiðan leika tölfræðigagna.9 Aðferðafræðin byggir á margfeldismeðal - tali gjaldmiðlanna í körfunni, líkt og íslenska vísitalan, en jafnframt er tekið tillit til þriðjulandaáhrifa með sömu aðferðafæði og Alþjóða- greiðslubankinn beitir.10 Bankinn gerir ráð fyrir því að samsetning utan - ríkisviðskipta sé tregbreytileg og uppfærir því samsetningu voganna aðeins á fi mm ára fresti og eru þá tímabilin fyrir og eftir uppfærslu keðjutengd. Auk vegnu nafngengisvísitalnanna reiknar bankinn raun- gengisvísitölur út frá EER-23 og EER-42 miðað við hlutfallslegt neyslu- verðlag (CPI), framleiðsluverðlag (PPI) og hlutfallslegan launakostnað (ULCM) (ECB 2004b). Nýja-Sjáland Árið 1999 var tekin upp ný aðferð við að reikna gengisvísitölu nýsjá- lenska dalsins. Áður hafði verið stuðst við fremur hefðbundna aðferða- fræði sem aðeins tók tillit til tvíhliða vöruviðskipta, en samsetningu nýju vísitölunnar er fyrst og fremst ætlað að gefa sem gleggsta mynd af áhrifum gengisbreytinga á innlent verðlag. Nýja viðmiðunarkarfan inniheldur gjaldmiðla fi mm helstu viðskiptasvæða landsins, eftir að þýska markinu var skipt út fyrir evruna (Hargreaves og White 1999). 9. Aðeins er tekið tillit til verslunar með framleiðsluvörur (e. manufacturing goods). Þannig eru öll viðskipti með hrávörur og þjónustu undanskilin í útreikningi á vægi einstakra gjald- miðla í körfunni. Engin skilyrði eru sett um lágmarkshlutdeild af heildarvöruviðskiptum til að gjaldmiðill sé hafður með í viðkomandi vogum. 10. Nánari útlistun á aðferðafræðinni má finna í Buldorini et al. (2002).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.