Peningamál - 01.07.2006, Side 91

Peningamál - 01.07.2006, Side 91
ÁLIT SENDINEFNDAR ALÞJÓÐAGJALDEYRISS JÓÐSINS P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 2 91 9. Með tilliti til hættunnar á verðbólgu og hve mikið þarf að draga saman framleiðslu til að ná verðbólgumarkmiðinu ef væntingar um áframhaldandi verðbólgu festast í sessi ætti Seðlabankinn að beita ströngu peningalegu aðhaldi. Samt sem áður eru jákvæð merki um að peningastefnan sé farin að hafa meiri áhrif á lánskjör heimila og fyrirtækja. Fylgjast þarf vandlega með þessari þróun til að tryggja hæfilegt aðhald frá peningastefnunni. Auk þess ætti að vera auðveldara að hemja verðbólguvæntingar eftir að byrjað var að tilkynna fyrirfram um dagsetningar vaxtaákvarðanafunda þar sem Seðlabankinn gefur út opinbera yfirlýsingu og skýringar á ákvörðun sinni. Opinskárri umræða Seðlabankans um það vaxta- ferli sem fylgja þarf til að ná verðbólgumarkmiðinu ætti einnig að hafa jákvæð áhrif á verðbólguvæntingar. Fjármálakerfi 10. Fjármálakerfið virðist traust en vinna þarf áfram að því að draga úr veikleikum þess. Efnahagsreikningur íslenskra banka hefur þanist ótrúlega mikið út bæði heima og erlendis. Á alþjóðamörkuðum eru áhyggjur af því að þessi hraði vöxtur hafi dregið fram veik- leika í íslenska fjármálakerfinu sem gætu grafið undan heilbrigði þess á meðan hagkerfið leitar jafnvægis á ný. Mögulegir veikleikar eru umtalsverð endurfjármögnunarþörf, gæði útlána, úthaldsgeta bankanna á innlendum húsnæðislánamarkaði og krosseignarhald á hlutafé. 11. Álagspróf, sem hafa verið gerð af Seðlabanka og Fjármálaeftirlitinu, gefa til kynna að eiginfjárstaða bankanna geti staðist mikil áföll. Verði mikil niðursveifla í hagkerfinu myndu áhrifin líklega koma fram í minni hagnaði vegna minni ábata af markaðsviðskiptum, hærri fjármögnunarkostnaðar og aukinna vanskila. Bankar hafa tekið mikilvæg skref til að mæta fjármögnunarþörf til skemmri tíma jafnvel þótt skilyrði á alþjóðamörkuðum versnuðu verulega. Yfirvöld hafa gert viðlagaáætlun sem leitast við að tryggja fjár- málalegan stöðugleika, kæmi til kerfislægra vandamála. Vaxandi skilningur bankanna á þörf fyrir vandaða lausafjárstýringu ætti að draga úr hættunni á að svipaðir veikleikar komi fram í framtíðinni. Að auki hafa bankarnir byrjað að draga úr krosseign á hlutabréf- um og þannig gert eignarhald gagnsærra en áður. Á þessum stað í hagsveiflunni er einnig mikilvægt að bankarnir séu vel á verði um gæði lánasafna. Í ljósi aðstæðna á alþjóðlegum fjármálamörk- uðum þurfa bankarnir að gæta þess að þenja efnahagsreikning- inn hægar út en þeir hafa gert að undanförnu. Yfirvöld þurfa að tryggja að bankarnir haldi áfram að taka á öllum þessum veikleik- um í starfsemi sinni. 12. Áframhaldandi styrking Fjármálaeftirlitsins er fagnaðarefni. Til dæmis ætti útvíkkuð og kröfuharðari álagspróf að veita alþjóð- legum mörkuðum aukið öryggi sem og vilji bankanna til að birta opinberlega niðurstöðurnar fyrir hvern banka um sig. Til að bæta enn álagsprófin ætti Fjármálaeftirlitið að breyta vaxtaþættinum til að gera hann gagnsærri og að hann endurspegli betur líklegar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.