Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 15
Skímir
Árni Pálsson
11
Jóns Vídalíns, mál, sem þó yngdist í meðförum hans, af
hugsun fjölmenntaðs nútímamanns, hvergi úreltur stafkrók-
ur né stæld fyrnska í orðfæri hans. Hann skrifar mál hefðar-
manns og skörungs, sterka, fastmótaða, virðulega íslenzku —
og þegar hezt lætur, stirnir á stil hans eins og fágaðan marm-
ara.
6.
Það lætur að líkindum, að maður með gáfur Árna Páls-
sonar hafi verið afburðakennari. Eg hef séð mörgum manni
hlýna í skapi við minninguna um þær kennslustundir. Sjálf-
ur naut eg aldrei kennslu hans, en á kennarann verður að
minnast, og eg skal gera það með því að veita einum af hans
gömlu lærisveinum orðið. „Hann hef ég þekkt mennskastan
allra manna,“ segir Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor í
minningargrein um Árna Pálsson og lýsir honum sem kenn-
ara á þessa lund:
„Það, sem gaf sögukennslu Árna Pálssonar einmitt hvað
mest gildið, var, hvernig hann seiddi liðna tíma til okkar
— eða öllu heldur hvarf hann sjálfur svo gjörsamlega aftur
til þeirra, að hann varð þar samtíðarmaður —- og hreif okkur
með sér. Tók hann þar stundum mjög ákveðna afstöðu með
og móti mönnum og málefnum, ekki síður en um dagskrár-
efni samtíðarinnar, svo að honum gat hitnað í hamsi eða
hlýnað um hjartarætur, er hann talaði um „blessaðan gamla
manninn“, rétt eins og ástvin sinn, þótt uppi hefði verið
fyrir fjórmn öldum. Funmiklar tilfinningar kyntu þannig
ætíð undir vitsmununum. Vera má, að vísindaleg hlutlægni
hafi þar stundum sveigt fyrir skapþunga og innlífun — og
bláköld skynsemin mátt sín minna en hlýja hjartans. En
allt fékk þetta mót af sérstæðum persónuleik Árna, máttug-
um og mikilúðlegum.“
7.
Á öllum timum hafa verið til forustumenn í andlegu lífi,
sem ekki skrifuðu, eða lítið. Ræða og samtal voru það form,
sem lét þeim bezt, andi þeirra frjóastur í návist annarra