Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 118
114
Björn K. Þórólfsson
Skírnir
stofnana, mátti þeim og þarflegt vera að hafa í vörzlum sín-
um önnur skjöl, sem á einhvern hátt snertu hagsmuni kirkj-
unnar.
Yið stofnanir hennar geymdist fram yfir siðaskipti megin-
þorri þeirra skjalagagna, sem enn eru til frá öldunum þar á
undan, auk margs og mikils, sem glatazt hefur á síðari öldum.
Auðugastir þessara stofnana og þeirra fyrirferðarmestir í
landinu voru að sjálfsögðu biskupsstólarnir, enda voru skjala-
söfn þeirra mest. Auk alls konar skjala um stólana sjálfa
þurftu biskupum að vera tiltæk skjalagögn um hagi kirkjunn-
ar einnig að öðru leyti, máldagar kirkna og klaustra o. s. frv.
Eitt af sjálfsögðustu embættisverkum biskupa var að setja
máldaga og sjá um, að þeir væru haldnir. Á 14. öld fóru
biskupar að taka máldagana saman í söfn. Á síðasta áratug
14. aldar sátu á báðum stólum biskupar, sem frægir eru fyrir
máldagagerð, Vilkin í Skálholti og Pétur Nikulásson á Hólum.
Þeir létu skrásetja allsherjarmáldagasöfn, hvor um sitt bisk-
upsdæmi, og var Vilkinsmáldagi jafnan talinn merkast mál-
dagasafn Skálholtsstiftis.
Vafalaust hefur á biskupsstólunum verið mest bréfagerð
hér á landi, allt frá því að þeir voru settir á stofn. Þó sjást
þess engin merki þangað til á 15. öld, að biskupar hafi haldið
bréfabækur. Jón Vilhjálmsson biskup á Hólum (1426—1435)
verður fyrstur til þess, svo að vitað sé. Eftir hann liggur elzta
bréfabók, sem kunnugt er, að embættismaður hér á landi hafi
haldið. Elún nær yfir árin 1429—1434 og er enn til í frum-
riti. Ekki hafa geymzt fleiri bréfabækur biskupa úr kaþólsk-
um sið, en vist er, að biskuparnir Gottskálk Nikulásson á Hól-
um (1498—1520) og Ögmundur Pálsson í Skálholti (1521—
1542) hafa haldið bréfabækur.
Eftir siðaskipti taka biskupar að halda fleiri embættisbækur
en tíðkazt hafði í kaþólskum sið. Þeir feta í spor kaþólskra
biskupa um gerð máldagabóka. Þegar kemur fram á 17. öld,
taka biskupar að halda vísitazíubækur á yfirreiðum sínum.
Þó að form þeirra sé annað en máldagabókanna, er efni að
miklu leyti hið sama, efnahagur, eignir og réttindi kirkna,
enda eru vísitazíubækur stundum nefndar máldagabækur.