Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 132
128
Björn K. Þórólfsson
Skimir
þangað bækur eða skjöl, en þeir gerðu það samt. Jón Þor-
kelsson segir, að á þeim 18 árum, sem liðu, frá því að þessi
auglýsing var gefin út, þangað til sett var reglugjörð um Lands-
skjalasafnið, hafi „komið inn í skjalasafnið frá kirkjum lands-
ins um 360 bindi auk nokkurra skjala“.
Alþingi 1899 gerði ráðstafanir, sem dugðu til þess að koma
Landsskjalasafninu í það horf, sem í meginatriðum samsvaraði
kröfum tímans. Þingið veitti fé til þess að launa sérstakan
skjalavörð við safnið og einnig til að koma því fyrir í nýjum
húsakynnum. Landsskjalavarðarstaðan hefur vafalaust frá
öndverðu verið ætluð dr. Jóni Þorkelssyni, enda tók hann við
henni 8. desember 1899. Brátt tók hann að gera kröfur á
hendur Landsbókasafni um afhendingu bóka og skjala, sem
komin voru frá embættismönnum, einkum biskupum. Erindi
frá landsskjalaverði þessa efnis ásamt bréfi frá landshöfðingja
dags. 21. febrúar 1900 var lagt fram á fundi stjórnarnefndar
Landsbókasafns 26. marz s. á. Féllst hún á það að afhenda
þau plögg, sem tvímælalaust voru skjalagögn embætta, og
voru þau afhent Landsskjalasafni, enda hafa sams konar af-
hendingar einnig átt sér stað síðar.1)
Reglugjörð um Landsskjalasafnið var sett af landshöfðingja
10. ágúst 1900. Samkvæmt henni var öllum embættismönnum
og stofnunum andlegum og veraldlegum, svo og opinberum
starfsmönnum og nefndum, þar á meðal umboðsmönnum,
hreppstjórum, hreppsnefndum og sáttanefndum, gert að
skyldu að afhenda Landsskjalasafninu skjöl og bækur, sem
eldri væru en 30 ára. Að sjálfsögðu skyldi Landsskjalasafnið
einnig fá skjalasöfn gamalla embætta og stofnana, þó að nú
væru niður lögð, svo sem höfuðsmanna og stiftamtmanns og
lögþingsréttar og yfirdóms á alþingi við Öxará. Sama ár var
Landsskjalasafnið flutt af dómkirkjuloftinu á efsta loft í Al-
þingishúsinu. Árið áður hafði Forngripasafnið verið flutt
þaðan í Landsbankahúsið, og nú fékk Landsskjalasafnið
það húsnæði, sem Forngripasafnið hafði áður haft. Haustið
1) Skrá rnn skjöl og bækur í Landsskialasafninu í Reykjavík II, 212;
Jón Jacobson: Landsbókasafn Islands 1818—1918, bls. 170—71 og 176—
77; Páll Eggert Ólason: Árbók Landsbókasafns 1944, bls. 64.