Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 86
82
Einar Arnórsson
Skirnir
víða verið við sömu ætt tengt. Og svo hafa næstu grannar
oft geymt mann fram af manni nöfnin á býlum í kringum
sig.
Mörg örnefna, eins og bæjanöfnin, stafa vafalaust frá land-
námsmönnum og samtímamönnum þeirra, þó að mörg séu
auðvitað yngri. Örnefni verður víst oft til, þegar einhver at-
burður eða atvik veitir efni til þess. Orrustudalur heitir t. d.
þar, sem þeir Hrafn Þorviðarson og Atli Hásteinsson börð-
ust, Helgahvoll, þar sem Helgi trausti féll, Spjótsmýri, þar
sem Grettir missti spjót sitt, o. s. frv.
Um bœjanöfnin kemst próf. H. K. að niðurstöðum, sem
má ekki láta óathugaðar. Er mér ókunnugt um, að aðrir hafi
hingað til látið þær til sín taka, og ætla ég því að leyfa mér
að gera athugasemdir við bæjanafna-niðurstöður próf. H. K.
Próf. H.K. gerir réttilega ráð fyrir því, að allmörg staða-
nöfn hafi þegar myndazt á landnámsöld, svo sem nöfn á
fjörðum, nesjum, fjöllum, dölum o. s. frv. En um bæjanöfnin
segir hann, að því fari „viðs fjarri", að þau hafi myndazt
svo fljótt sem þessi staðanöfn. „VíSast hefur landnámsmönn-
um ekkert legiÖ á að gefa bazjum sínum nöfn,‘C1) segir próf.
H. K„ og þetta telur hann „eina af helztu niöurstööum rann-
sóknaUl) sinna (186. bls.).
Það nafn, sem einstaklingi var gefið, venjulega bráðlega
eftir fæðingu (skírnarnafn), var og er enn á Islandi fyrsta
aðgreiningartákn hans frá öðrum mönnum. En það var venju-
lega ekki nægilegt, því að margir hétu —• og heita enn —
sama nafni. Næst var að kenna aðilja til föður, og stundum
móður. En það var ekki heldur alltaf nægilegt aðgreiningar-
tákn hans frá öðrum aðiljum. „Sigurður Guðmundarson“ eða
„Guðrún Jónsdóttir“ var t. d. ekki nægilegt aðgreiningartákn,
að minnsta kosti ekki alltaf. Ef maður var kenndur til stöðu
sinnar, ef hann hafði alkunnugt viðurnefni eða nafn hans
var nógu vant, mátti vera, að almenningur í tiltekinni sveit
þyrfti ekki meira en skírnarnafn með stöðunafni eða viður-
nefni til þess að vita með vissu, við hvern væri átt. Um
1) Leturbr. mín.