Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 126
122
Björn K. Þórólfsson
Skírnir
að fagna, að íslenzk skjalasöfn hafi geymzt óskörðuð framan
úr miðöldum til vorra daga. I þeim húsakosti, sem Islend-
ingar hafa lengst mátt búa við, hefur eyðingin staðið vel að vigi.
Skjalasöfnum hefur verið hætt, jafnvel í löndum, þar sem þau
voru geymd í steinhúsum, en hér á landi var ekki til veggur
úr limdum steini þangað til á 18. öld og slysahætta því mikil.
Slys þau, sem hér hafa orðið á biskupsstólum, hafa vafalaust
eytt skjölum þeirra til mikilla muna. Dómkirkjan á Hólum
fauk 1394, og varð engu bjargað nema líkneskjum og helgum
dómmn. I annað sinn fauk Hólakirkja 1624, en þá mun ekki
hafa orðið tjón á skjölum hennar.
Dómkirkjan í Skálholti hrann 1309. Annálar herma, að
bækur hennar hafi þá brunnið, og sennilega hafa skjöl, sem
í henni voru geymd, fengið sömu afdrif. I annað sinn brann
Skálholtskirkja 1526 eða 1527. Sennilegt er, að þá hafi orðið
mikill skaði á skjölum hennar, þó að heimildir greini það
ekki beinlínis. Betri heimildir höfum vér um staðarbrunann
í Skálholti 24. febrúar 1630, sama árið sem Oddur biskup
Einarsson dó. Biskup telur sjálfur bækur, sem þá brunnu, og
af þeim teljast til skjalagagna Vilkinsmáldagabók á kálf-
skinni, visitazíubók Gísla biskups Jónssonar, reikningabækur
staðarins ýmislegar, bréfabækur og vísitazíubækur Odds bisk-
ups sjálfs. Enn fremur hermir biskup, að brunnið hafi vitnis-
burðir um mörg landamerki og kaupmálabréf mörg. Segir
hann, að bókaskápar, kistlar, bréfakistur og hillur hafi orðið
eldinum að bráð, allt fullt með bréf og bækur, þar á meðal
gömul máldagaskræða og máldagakver. Þar eð vitað er, að
Oddur biskup lagði mikið kapp á að safna kirknaskjölum til
Skálholts og skrifa þau upp, er hætt við, að margt hafi verið
merkilegt í þeim bréfum, sem brunnu. Eldurinn grandaði
ekki dómkirkjunni, og í henni var geymt skjalasafn stólsins,
nema það, sem biskup hafði heima hjá sér á staðnum og brann,
sem nú var getið.1)
1) Hannes Þorsteinsson: Lærðra manna ævir, Oddur Einarsson, bls.
78—79. Sbr. um handrita- og skjalasöfnun Odds biskups og staðarbrunann
Jón Halldórsson: Biskupasögur I, 195—96; Jón Þorkelsson: Skýrsla frá
Þjóðskjalasafninu í Reykjavík, bls. 68—69; Páll Eggert Ölason: Menn og