Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 121
Skímir
Islenzk skjalasöfn
117
segir í einum morðbréfabæklinga sinna, sem mun vera sam-
inn 1595, að á Hólum séu meir en 500 bréf og gjörningar.
Frá árinu 1595 er einnig til vitnisburður mn rannsókn 75
bréfa á Munkaþverá og 367 bréfa í Haga á Barðaströnd og
frá árinu áður vitnisburður um rannsókn meir en 200 bréfa
í Múla og á Grenjaðarstað. Til er afhending Yatnsfjarðar frá
1596, og eru bréf kirkjunnar þar talin 29. Það, sem Guð-
brandur biskup segir um skjalafjölda á Hólum, kemur vel
heim við fjölda Hólabréfa eldri en 1595, sem enn eru til.
Frá hinum stöðunum er nú miklu færra til af fornbréfum
en greint er í heimildum þeim, sem hér er til vísað, en ekki
er víst, að þau skjöl, sem þar eru talin, hafi öll verið eign
staðanna sjálfra eða kirknanna. Þau gátu að nokkuru leyti
verið einkaskjöl ríkisfólks, enda var Hagi á Barðaströnd
bændaeign og bændakirkja þar. Vísitazíur Brynjólfs biskups
greina frá bréfaeign nokkurra kirkna, og fáum vér þar, eins
og Jón Þorkelsson kemst að orði, „fyrstu fréttirnar um skjala-
söfn kirknanna, eins og þau koma fram úr miðöldunum“.
Flest eru bréfin við klausturkirkjuna á Skriðu, 32 að tölu.
Margt er nú glatað þeirra kirknaskjala, sem getið er í vísitazí-
um Brynjólfs.1)
Til er í Þjóðskjalasafni skrá um skinnbréf Skálholtsstóls
frá árinu 1711. Samkvæmt henni voru þau 288, og eru þau
öll til enn auk nokkurra bréfa, sem síðar bættust í skjalasafn
stólsins.
Eftir siðaskiptin féllu klaustrin undir konung, og héldu þau
siðan umboðsmenn kóngsjarða, sem lengi voru nefndir klaust-
urhaldarar. Skjalasöfn umboðanna eru beint framhald af
skjalasöfnum klaustranna. Á 17. öld hvarf meginið af forn-
bréfum klaustra til Bessastaða.
Alþingi er elzta stofnun íslenzks þjóðfélags og jafngamalt
lögbundnu þjóðfélagi hér á landi. Eins og gefur að skilja,
var mikil skjalagerð á vegum þingsins allt frá upphafi rit-
aldar. Þó mun mega telja vafalaust, að allt til 1570 hafi ekki
1) Morðbréfabæklingar Guðbrands biskups Þorlékssonar, Reykjavík
1902—1906, bls. 100 og 228. Jón Þorkelsson: Skýrsla frá Þjóðskjalasafninu
í Reykjavík, Rvík 1917, bls. 65—149.