Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 88
84
Einar Arnórsson
Skírnir
Þegar bœr er gerður, þá þykir það jafnan á Islandi sjálf-
sagt, að honum sé gefið nafn, áður en eða undir eins og hann
er tekinn til notkunar. Og svo mun þetta hafa verið allt frá
upphafi byggðar íslands. Laxdæla, sem próf. H. K. notar
helzt til stuðnings staðhæfingu sinni um nafnleysi íslenzkra
bæja á landnámsöld, sýnir þetta sæmilega glöggt. 1 24. kap.
er sagt frá bæjargerð Ólafs pá í Hjarðarholti. Bærinn er gerð-
ur að hausti, en Ólafur flytur sig ekki í hann fyrr en næsta
vor. En sagt er, að um veturinn hafi verið tíðrætt um það,
hvað bærinn mundi eiga að heita. Ólafur hefur farið dult
með það, en nú, er flytjast skal í bæinn, kveðst hann ætla
að svala forvitni manna um bæjarheitið og segir bæinn eiga
að heita „í IIjarÖarholti“, Ólafur er ekki að skýra holtiZ, enda
leikur engum forvitni á um heiti þess, heldur bæinn, sem
gerður hefur verið í holtinu. Engum kemur til hugar, að
bærinn verði nafnlaus, eftir að hann hefur verið tekinn til
notkunar, enda er nauðsyn bæjarnafns svo rík í hug fslend-
inga, að það mundi þykja nokkum veginn jafnfráleitt að hafa
bæ án ákveðins nafns og að maður væri nafnlaus.
Því kann að verða svarað, að í þingbókum, dómum og alls
konar bréfuðum gerningmn frá fyrri öldum og reyndar enn
séu menn oft greindir með skírnamafni og föðurnafni (ættar-
nafni) án greiningar heimilisfangs. Þetta er að vísu alkunn-
ugt og óvefengjanlegt. En oft þykir oss það nú mikið mein,
að heimilisfangs gerningsmanna skuli ekki vera getið. En
þegar bréf var gert, þingbók skráð o. s. frv., þá vissu þeir,
sem við það mál komu, við hverja var átt, enda voru slíkir
menn oft prestar, lögréttumenn eða stórbændur, og hefur því
ekki þótt þörf að greina þá nákvæmar en gert var. En þessi
skortur á nákvæmni gat þó hefnt sín, fyrr en varði.
Með því að svo var um meginþorra landsmanna, að maður
varð venjulega ekki greindur nægilega frá öðrum, nema hann
væri kenndur til einhvers bæjar, og það varð því rótgróin
venja að gera það, þá má ósennilegt þykja, að menn hafi ekki
gefið bæjum ákveðin nöfn, jafnskjótt sem þeir voru gerðir eða
er þeir voru teknir til notkunar. Mun því þurfa óvefengjan-
legar sannanir til þess, að fullyrða megi, að fjöldi íslenzkra