Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 98
94
Einar Amórsson
Skírnir
arstaði og Eskiholt, Skarð og Geirmundarstaði og Reyki og
Skeggjastaði í Miðfirði ekki heppilega valin til sönnunar áður-
nefndri staðhæfingu hans. Ófeigsstaðir voru öldum saman í
byggð samtímis Steinsholti, og nafnið Ófeigsstaðir er uppruna-
legt og hélzt jafnan, meðan býlið var til, en gleymdist svo.
Skarð og Geirmundarstaðir eru bæði býli á Skarðsströnd enn
í dag, svo að nafnið Geirmundarstaðir getur ekki verið komið
á býlið, vegna þess að eða um leið og það fór í eyði. Um
Rauða-Bjarnarstaði er ekkert sagt annað en það, að Rauða-
Björn hafi búið á Rauða-Bjarnarstöðum upp frá Eskiholti.
Engin heimild er til þess að álykta, að nafnið Rauða-Bjarnar-
staðir hafi fyrst komið á það býli, þegar það lagðist í eyði
eða hær var þaðan fluttur. Um þetta segir alls ekkert i einu
heimildinni, sem um það fjallar. Landnámabækur segja Mið-
fjarðar-Skeggja hafa búið að Reykjum, en í Hrómundar þætti
halta er hann sagður hafa búið að Skeggjastöðum, þegar sögu-
atburðirnir gerðust. Þó að þessi sögn þáttarins væri rétt,
verður ekkert af henni dregið um það, að Skeggjastaðir í
Miðfirði hafi nokkurn tíma í eyði farið. Beint liggur við að
ætla það nafn hafa verið á bænum frá öndverðu.
Vera kann, að bær Ölvis Hásteinssonar í Flóa hafi fyrst
fengið ölvisstaða-nafnið, eftir að hann var kominn i eyði.
Og sama má hafa verið um bæ Grímkels goða, sem próf.
H. K. nefnir báða. Og má ef til vill bæta við Svertingsstöð-
um fyrir vestan Markarfljót, þó að enginn geti nú fullyrt
nokkuð um bæi þessa. Þeir kunna allir að hafa heitið „staða“-
nafni, meðan þeir voru í hyggð.
Um Eiríksstaði tvenna, sem bera nafn af Eiríki rauða,
verður ekkert ályktað. Þeir hæir geta alveg eins vel hafa borið
nafn hans, meðan hann hafðist við á þeim, eins og fengið
það síðar. Ummæli próf. H. K. um Bjarnastaði í Tungunni
litlu, þar sem bærinn Litla-Tunga er nú, eru þau, að hær
Bjarna muni hafa heitið síðarnefnda nafninu, en þá víst
verið nefndur Bjarnastaðir síðar. Þessi ummæli eru þó eng-
um rökum studd, því að orð heimildarinnar, landnámabóka,
benda til þess eins, að bær Bjarna hafi í öndverðu heitið
Bjarnastaðir og ekkert annað. Þar með er auðvitað ekki sagt