Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 215
Skírnir
Smælki úr íslendingasögum
211
ef þit skuluð deila við Hrafnkel, at þit berið ykkr yel upp um hríð, en
segi þit engum manni, at vit hQfum liðveizlu heitit ykkr.“ Þá gengu
þeir heim til búðar sinnar, váru þá Qlteitir. Menn undruðusk þetta allir,
hvi þeir hefði svá skjótt skapskipti tekit, þar sem þeir váru óglaðir, er
þeir fóru heiman." (Hrafnkatla, 4. kap.).
Þessi frásögn virðist mér vera likust því sem hún væri tilbrigði af
frásögn 6. (17.) kapitula Ljósvetninga sögu (bls. 40—43 í útgáfu Bjam-
ar Sigfússonar), og verður þó að játa, að sé svo, þá er meðferð Hrafn-
kötlu sízt betri en meðferð Gísla sögu á fjóskaflanum úr Droplaugarsona
sögu, því að saga Ljósvetninga sögu er meistaraleg. Guðmundur riki er
kominn í hinn mesta bobba, af því að Þórir Helgason, andskoti hans,
hefur skorað hann á hólm. Hann ber sig að visu vel, en getur lítt sofið
nóttina eftir. Þá tekur Vigfús Viga-Glúmsson hann tali og býðst til að
skora Einar, bróður hans, á hólm, ef hin hólmgangan fari fram, en
höfðingjar muni aldrei leyfa, að þeir báðir bræður séu niður höggnir, og
muni skerast í leikinn. „Láttu nú eigi finna á þér feginleikinn, því at
ef Einarr finnr af vizku sinni, at skipt er skapi þínu, þá mun hann hitta
bragð til, at þetta ráð komi eigi upp.“
Nú stingur Guðmundur höfði í feld og slær á sig ógleði. En barn eitt
hvarflaði þar á hellunum fyrir Guðmundi og fretaði, en sumir menn
hlógu að. Nú spyr Einar Þóri, vin sinn, hvernig honum hafi litizt á Guð-
mund, og lætur hann vel yfir ógleði hans. Einar mælti: „Eigi sýndisk
mér svá. 1 gær at aptansQng, þá þótti mér hann láta allglaðliga, en var
þó hryggr raunar; en nú sýndisk hann hljóðr, — en sáttu eigi, at feldar-
rQggvamar hrœrðusk, er hann hló? Nú munu þeir hitt hafa ráð mikit,
er oss mun illu gegna, ef fram kemr, ok skal eigi þess bíða. Skal nú
þegar ganga á fund Guðmundar ok lúka málum, þar sem framast má
koma.“
„Eitt atriði í Hrafnkötlu virðist óislenzkt að svip, en það eru píslir
þær, sem Hrafnkell og menn hans eru látnir sæta á váðásinum." Svo
segir Nordal og bendir til frésagnar Saxa hins danska um það, hversu
Jarmericus refsar Vindum.
Frá fyrirhugaðri hengingu á vóÖmeiSi segir Víga-Glúms saga í 26.
kapítula (útg. G. Turville-Petres, bls. 46): „Einn dag kom Glúmr at méli
við þá [verkmenn Einars Þveræings] ok segir svá: .Auðsætt er þat, at
Einarr hefir vel sér fengit verkmenn, ok er vel unnit á landinu. Nú
skiptir miklu, at smátt ok stórt sé til hent; nú skulu þér hér reisa við ána
váðmeið, ok er konum hœgt til þváttar at hreinsa stórfQt, en heimabrunn-
ar eru vándir.1 Nú koma þeir heim, ok spyrr Einarr, hvat þeir Glúmr
mæltisk við. Þeir segja, hvé hugkvæmr hann var at Qllu, at unnit væri.
Hann segir: ,Þótti yðr þat vera, at hann vildi vel búa i hendr mér?‘ Þeir
segja: ,Svá þykkir okkr.‘ Einarr segir: ,Annan veg lizk mér. Þat hygg ek,
at við þann meið festi hann ykkr upp, en ætli at reisa mér nið; nú skulu
þér eigi fara þó.‘ “