Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 246
242
Ritfregnir
Skírnir
G. Turville-Petre: Origins of Icelandic literature. Oxford 1953.
I fyrra var sagt í Skírni frá riti eftir G. Turville-Petre, prófessor í
öxnafurðu, um hetjuöld Norðurlanda. Sú bók kom út í Hutchinson’s
University Library. Nú birtist eftir sama höfund hjá Oxford University
Press (Geoffrey Cumberlege) annað, miklu stærra rit um uppruna ís-
lenzkra bókmennta. Hin fyrrri bókin fjallaði um sögu Norðurlanda fram-
an ór forneskju til loka víkingaaldar og um sagnir þær og kvæði, sem
gengu um stóratburði þessara fomu tíma. Eru þær sagnir og kvæði ekki
skráð fyrr en síðar, og fjallar bókin þá einnig um þau rit og nær að því
leyti langt á ritöld fram. Hin nýja bókin hefst aftur á móti með bygg-
ingu Islands og greinir frá sögu þess allt fram á Sturlungaöld, en þó sér-
staklega bókmenntum. Fjalla því báðar bækurnar á kafla um sama efni,
en að nokkru leyti má kalla, að þessi taki við af hinni, en miklu er hún
ítarlegri.
Fyrsti þátturinn fjallar um Island í heiðni. Höfundur gerir skilmerki-
lega grein fyrir landnáminu og gefur rétta mynd, að því er mér virðist,
af hlutfallinu milli hins vestræna og austræna í myndun þjóðarinnar, og
er þar þó sannarlega erfitt að fóta sig. Um eddukvæðin, sem næst eru
tekin til umræðu, er farið fljótt yfir sögu, en skynsamlega og gætilega
er tekið á öllum vandamálum; t. d. er höfundur algerlega hlutlaus varð-
andi heimkynni eddukvæðanna; tekur það mál, svo sem líklegt má þykja,
sine ira et studio. Þegar kemur til dróttkvæða, leggur höf. meira nýtt
fram. Dróttkvæður háttur or einstaklega ólíkur hinum foma germanska
hætti, sem kemur fram í kveðskap allra germanskra þjóða, og hefur upp-
runi dróttkvæðs háttar verið ráðgáta þeim mönnum, sem um það hafa
verulega hugsað. Langt er síðan sú skoðun kom fram, að hér gætti ein-
hverra ógermanskra áhrifa, helzt írskra. En aldrei hefur verið bent á
þann bragarhátt, sem fyrirmynd gæti verið. Höf. hefur ekki talið sig geta
farið vandlega út í þetta í þessari bók, en hann hallast frekar að ein-
hverjum heldur lauslegum áhrifum. Hefur hann skrifað um þetta sér-
staka ritgerð, sem von er til, að birtist í næsta hefti Skírnis.
Eftir stuttan kafla um íslenzk skáld á 10. öld kemur næsti þáttur, um
kristnitökuna. Um atburðina sjálfa eru vitanlega ekki til nema yngri
heimildir, en þær eru notaðar af mikilli gætni, um hugsunarhátt manna
leitar höf. eftir mætti fræðslu samtímaheimilda, vísna og kvæða (til sam-
anburðar má benda á bók H. Ljungbergs: Den nordiska religionen och
kristendomen, sem er úrelt, þegar hún kemur út, einmitt að því er varðar
hugsunarhátt kristnitökumanna — og ástæðan er skortur á heimildarýni).
Hér, innan um visur Hallfreðar, Þorvalds viðförla, Þorvalds veila, Ulfs
Uggasonar, Steinunnar, kviðling Hjalta, Lokasennu o. s. frv., á Völuspá
sinn eðlilega stað, og hér fjallar höfundur um hana; hallast hann að skoð-
unum Sigurðar Nordals bæði um aldur hennar og heimkynni.
Nú koma þrir þættir um upphaf ritlistar á íslandi, um Ara fróða og
hinar fyrstu trúarlegu bókmenntir í óbundnu máli. Um allt ritið kemur