Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 85
EINAR ARNÓRSSON
NOKKRAR ATHUGASEMDIR UM ÍSLENZK
BÆJANÖFN
I safni háskólafyrirlestra, er nefnist Samtíð og saga, V.
bindi, 183. bls. o. áfr., og út kom 1951, er birtur fyrirlestur
einn eftir þýzkan fræðimann, próf. Hans Kuhn, með fyrir-
sögn: Upphaf íslenzkra örnefna og bœjarnafna. Það, sem
próf. H. K. segir um örnefni, veitir naumast efni til athuga-
semda, nema að því leyti sem þau eru tengd bæjanöfnum.
Próf. H. K. segir (184. bls.), að meira en 300 ár hafi liðið
frá upphafi byggðar á Islandi til skráningar Landnámabókar
og Islendingasagna. Elzta heildarrit um landnám á Islandi,
sem vér vitum hafa verið til, er landnámarit Styrmis prests
ins fróða, sem sjálfsagt er skráð á fyrstu tugum 13. aldar.
Það er því rétt, að meira en 300 ár hafa verið liðin frá upp-
hafi íslands byggðar, þegar Styrmir skráSi landnámarit sitt.
Það er að vísu alveg ósannað, að nokkurt heildarrit um land-
nám á íslandi hafi verið til fyrir daga Styrmis fróða, en vitnis-
burður Hauks lögmanns er til um það í lok landnámabókar
hans, að „fróðir menn“, fyrst Ari prestur inn fróði Þorgilsson
og Kolskeggur inn vitri, hafi skrifað um landnám. Hafa land-
námaritarar, og þá væntanlega Styrmir fyrst og fremst, fært
sér skrif þessara manna í nyt. Kolskeggur og Ari hafa unnið
sín verk um og eftir 1100, svo að telja má skráðar landnáma-
heimildir, og þar með heimildir um bæjanöfn og örnefni, að
minnsta kosti að nokkru leyti, um 100 árum eldri en próf.
H. K. segir. Kann þetta atriði að skipta nokkru máli um
áreiðanleik skýrslna landnámabóka um bæjanöfn og örnefni.
Annars sýnast bæjanöfn og örnefni á íslandi hafa haft all-
góð skilyrði í fornöld til þess að geymast rétt frá upphafi
daga sinna, með því að sama býli hefur mann fram af manni
6