Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 59
Skímir
Stephan G. Stephansson
55
búsönnum dagsins, þvegið sér og skipt um föt, tók hann sér
aðsetur á þessum notalega griðastað, settist við borðið sitt
með lampaljós fyrir framan sig, varð frá sér numinn af verk-
efni sínu, skáldskapmnn, gleymdi tímanum, unz langt var
liðið á nótt. Bækurnar, sem hann unni, hafði hann við hönd-
ina, og aldirnar liðnu söfnuðust í brennidepil ímyndunarafls
hans og reynslu. En sköpunargleðin hóf hann í æðra veldi.“
Sé þessi fagra frásögn prófessorsins rétt, er hún merkileg
og lærdómsrík. Hún sýnir, að skáldið gaf keisaranum það,
sem keisarans er, og guði það, sem guðs er, eins og meist-
arinn kenndi forðum. Sama efni gerir Stephan svipuð skil í
kvæðinu „Afmælisgjöfin“, þar sem hann lýsir hugsuðum orða-
skiptum sínum við skáldgyðjuna og hún ásakar hann fyrir
tryggðrof við sig, en hollustu við daglegar skyldur:
Þú helgaðir stritinu hraustleik og dag,
mér hríðar og nótt og þreytu.
En skáldinu tekst eigi aðeins að leysa vandann, sleppa við
árekstra, með fórn sinni, heldur og hefja þessar skyldur yfir
rúmhelgina með hjálp anda síns, gera þær að uppsprettu
sálrænnar orku, breyta daglegri reynslu í dýrlegan skáldskap.
Skal nú vikið að helztu þáttunum í ljóðagerð Stephans og
um leið leitazt við að svara þeim spurningum, er eg hóf mál
mitt með og enn hafa ekki verið skil gerð.
Ættjarðarljóð hans eru einstök í sinni röð, enda hafði hann
sérstöðu meðal íslenzkra skálda: Hann átti eigi aðeins tvö
lönd eða öllu heldur þrjú: föðurlandið fsland og fósturlöndin
Bandaríkin og Kanada, heldur og tvennar æskustöðvar: Skaga-
fjörð og Bárðardal. Og allt þetta átti sterk ítök í honum. Má
eigi á milli sjá, hvort hann snertir dýpra að minnast fjarðar-
ins, þar sem:
Flissa á brotum bláar ár,
bæir dotta í grænum túnum.
Vökuljósum lyftir brúnum
fjallaskagi skúrablár,
beggja megin himinhár,
hérað vefur örmum snúnum,