Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 26
22
Stemgrímur J. Þorsteinsson
Skímir
aldrei í neinni sjálfskreddu né á nokkru flokksskeri. „Ég er
hvorki flokkheftur pólitíkus né guðfræðingur, ekki marxisti
né demokrat, lútherskur né únítari,“ segir hann. „Hvert
straumamir stefna, vil ég reyna að skilja, og aldrei snupra
jafnvel barnshendi í fálmandi framfara-viðleitni, þó ég sjái,
hve hún seilist skamrnt." „Ég misskil ekki menningarsöguna
svo, að ég taki ekki illindalaust að minnsta kosti því, sem er
aml í áttina."1
„Menntunin á ekki að vera tómt lánsfé, hún er sjálfs-
eign,“ eins og Stephani varð hún að orði og raun.2 En
hann — sem bergmálaði svo lítt annarra raddir, átti sér
enga sérstaka hetju né einstakan höfund að fyrirmynd —
skildi þó flestum hetur, að mikil arfleifð er til þessarar sjálfs-
eignctr dregin: „Ég ímynda mér, að ef við gætum reytt sjálfa
okkur sundur, tutlu fyrir tutlu, og gætmn með vissu merkt,
hvaðan hver er komin, þá yrði sennilega lítið eftir, sem við
einir ættum allt í. Enda er það næg frægð og frumleiki að
hafa orðið fyrir því láni að verða geislasafnari einhvers, sem
andlegt er, og raðað þeim úr dreifinni í fullkomnara ljósa-
kerfi. Ég er óviss í, að nokkur komist hærra.“3 Og honum
duldist ekki, hvaðan björtustu geislunum stafaði:
En týnt er ekki tungumál
— þó torkennt sé og blandið —
hjá fólki, er verður sína sál
að sækja í heimalandið —
þó hér sé starf og velferð vor
og vonin, þroskinn, gróðixm,
er þar vort upphaf, afl og þor
og æskan, sagan, ljóðin.4
Sjálfseign hans var að mestum stofni runnin frá íslenzkri
sveitamenningu. Hann er, eins og Sigurður Nordal kemst að
orði, „fullþroskaðasti ávöxtur aldagamallar íslenzkrar þjóð-
1) Br. I, 233 (1910).
2) Br. IV, 173 (1894).
3) Br. III, 129 (1924).
4) „Særi eg yður við sól og báru“, A. I, 228 (1899).