Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 103
Skírnir
Nokkrar athugasemdir um íslenzk bæjanöfn
99
þingi. Um Rauða-Bjarnarstaði og Bjarnastaði hefur áður verið
talað. ,JIrakkelsstaSir“ eru nefndir á Akranesi, og gæti vel
verið, að þetta nafn hefði fyrst verið fest á eyðibæ. Isleifs-
staSir, ísröðarstaSir, ÞorfinnsstaSir, BlesastaSir, örnólfsstáðir,
GunnlaugsstaSir, EldgrímsstaSir, SturlustaSir, Karlastaðir og
HrómundarstaSir eru fallnir úr tölu byggðra bóla. I heimildar-
ritunum er engin bending til þess, að býli þessi hafi fengið
staðanafnið fyrst, eftir að þau voru komin í eyði. Stafngrims-
staðir eru sagðir heita nú SigmundarstaSir. TorfhvalastáSir
er bær Bersa goðlauss í Langavatnsdal sagður hafa heitið
(Hauksbók). Byggðin þar fór í eyði fyrir mörgum öldum.
En engin rök eru til þess, að nafni þessu hafi fyrst verið
komið á bæinn, eftir að hann var orðinn eyðibýli. Annars
veit ég ekki til þess, að bæjarheiti þetta hafi verið skýrt.
Mætti ef til vill láta sér detta í hug, að Torfhválastaðir (þ. e.
Torfhólastaðir) væri rétta heitið.
f Þórsnesþingi eru landnámsbæirnir KolbeinsstáSir, Ketils-
staSir og IlfarlaksstaSir. Virðast þeir allir hafa heitið svo frá
öndverðu, enda ekki kunnugt, að nokkur þeirra hafi farið
í eyði. Þá eru GeirmundarstáSir og HöskuldsstaSir. Eru þeir
svo upphaflega nefndir, að því er séð verður. HrútsstaSir
voru bær Hrúts Herjólfssonar, eftir að hann þokaði bæ sínum
af Kambsnesi (Laxdæla, 19. kap.). Engin ástæða er til að
ætla, að Hrútsstaðir sé ekki upphaflegt nafn bæjarins. RauS-
kollsstaSir voru bær Þormóðar goða landnámsmanns. Veit
nú enginn, hvernig á nafni þessu stendur, en nafn á eyðibæ
er það ekki, enda ókunnugt, að Rauðkollsstaðir hafi í eyði
farið. BelgsstaSir eru líklega sami bær og Belgsdalur nú,
nefndir eftir Ölafi belg. Sléttu-BjarnarstaSir eru landnámsbær
og víst sami bær sem Bjarnarstaðir í Saurbæjarhreppi. Ekki
verður séð, að bær þessi hafi nokkurn tíma heitið öðru nafni,
að slepptu viðurnefninu.
örlygsstaSir og KársstaSir á Snæfellsnesi hafa víst tekið
nöfn sín eftir eigendaskipti, en ekki eru nöfnin til komin
sem nöfn á eyðibæjum. EiríksstaSanna tveggja hefur verið
áður getið. HöskuldsstaSir á Snæfellsnesi eru víst týndir. Lfót-
ólfsstáSir eru nú og týndir.