Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 229
Skírnir
Ritfregnir
225
Gunnar Dal slær einnig á strengi saknaðar og sorgar, eins og til dæmis
sést af Kveðju og Erfiljóði. Þar eru tónarnir lika ófalskir með öllu. Og
skyldu ekki einmitt þau snerta flesta lesendur mest? En til að sýna
vinnubrögð skáldsins, eins og þau virðast geta einna vönduðust verið,
fegurðardýrkun hans og vald yfir viðfangsefninu, kýs ég eigi fremur
annað kvæði en Gull að láni:
1 regni minu rúbínglit þitt skin,
— þitt rauða bros og slær mig eldi sínum.
f þínu skini glóir skikkja mín,
og skáld ég verð í kvöld á himni þínum.
Því andi skálds er aðeins reikult ský,
sem eina kvöldstund fyrir vindum líður.
Það feld úr sólarkossum klæðist í
— og hverfur út í nóttina, sem bíður.
Og þú ert sólin, sem á regn mitt skín,
og seiðir Ijóð mitt fram í óði þínum,
unz eldur þinn í auga minu dvin,
og eilífð þín í hverfulleika minum.
Sífellt erum vér að valda hvert öðru vonbrigðum með breytni vorri
og verkum, eigi síður bókmenntaiðju en öðrum gerðum. Er slíkt sízt að
undra á annarri eins prentsvertuöld og þessari. Jafnvel þeir, sem hafa
verið óseðjandi bókaormar frá barnæsku, gerast nú hvekktir á prentuðu
máli. En ánægjan verður þá líka óblandnari, þegar eitthvað reynist miklu
betra en búizt hefur verið við, eins og hér á sér stað. Gleðin, sem ég
hafði af lestri þessa ljóðakvers Gunnars Dals, hefur sem sagt orðið meiri
en ella af því, að hún var algerlega óvænt.
Þóroddur GuSmundsson.
Eggert Stefansson: LífiS og ég. I—III. ísafoldarprentsmiðja h.f.,
Reykjavík 1950—53.
Þrjú hefti eru nú komin út af endurminningum Eggerts Stefánssonar
söngvara, LífiS og ég, og von á hinu fjórða, áður en öllu ritinu er lokið.
Verður þetta þá mikið rit og óhætt, eftir því sem þegar er komið, að spá
því öruggum sessi meðal merkari ævisagnarita íslenzkra í nútíð og fortíð,
en það er ætlun mín, að fæstir listfræðingar komist fram hjá bókinni,
nema til tjóns fyrir sjálfa sig, þegar rætt er um hinn merkilega kafla
listsögunnar á öðrum og þriðja tugi aldarinnar. Því að Eggert Stefánsson
er ekki aðeins vaxandi söngvari á þessu árabili, hann er heimsmaður í
sama broti og Guðmundur Kamban, könnuður lista og unnandi klassískra
bókmennta, sérlegur sendimaður og fulltrúi ungs, fullvalda ríkis — án
15