Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 101
Skírnir
Nokkrar athugasemdir um ísleuzk bæjanöfn
97
orðinu stáðir. Og jafnvel það, að menn hafa stundum valið
eyðibæ eða jafnvel niðurlögðu seli (sbr. Snorrastaðir, Sturl. I,
20) nafnið strÆir eftir tilteknum manni, bendir til þess,
hversu slík nafngift hefur verið mönnum rík í huga.
Inni nýstárlegu kenningu próf. H. K. verða væntanlega gerð
bezt skil með athugun á greinargerðum landnámabóka um
„staða“-heitin. Skal nú rekja þau eftir inum fornu þingum.
Skal þó ekki tekin ábyrgð á tæmandi talningu. Er af svo
miklu að taka, að eigi skiptir máli, þótt einhvern bæ vanti.
Rangárþing. Þar eru bæirnir LjótarstaSir og Sámsstaðir,
sem eru í bygging á 10. öld samkvæmt Njálu og enn eru
byggð ból. Er ekki kunnugt, að bæir þessir hafi nokkurn tíma
öðrum nöfnum heitið eða í eyði farið. Aftur á móti eru
LambastaSir, JólgeirsstaSir, SteinfinnsstaSir og OrmsstaSir í
Vestmannaeyjum nú ekki meðal byggðra bóla. En þar af
verður vitanlega ekki ályktað, að bæir þessir hafi ekki upp-
haflega borið þau nöfn, sem landnámabækur segja. Verður
ekki annað séð en að þeir hafi í öndverðu verið nefndir eftir
mönnum þeim, sem þá byggðu. TjaldastaSir hafa aldrei bær
verið, heldur var þar tjaldstaður, þar sem Þorsteinn tjald-
stæðingur líknaði sjúkum mönnum að sögn landnámabóka.
ÞrasastaSir virðast hafa verið nafn, sem fornu býli Þrasa
hefur verið gefið, eftir að það var lagt í eyði, og kemur þetta
tilvik heim við kenningu próf. H. K. Sama má vera um
SvertingsstaSi, sem sagðir eru hafa verið bær Jörundar goða
„fyrir vestan Fljót“. En eins vel má þó vera, að bær þessi
hafi verið byggt ból, þegar greinin um Jörund var skráð, en
hafi þá borið nafnið Svertingsstaðir. Nöfnin Svartur og Svert-
ingur voru meðal niðja Jörundar goða (Svartur tJlfsson og
Svertingur Runólfsson). Bær Jörundar kynni að hafa verið
skírður upp eftir niðja hans einhverjum, er þar bjó.
Árnesþing. Þar eru landnámsbæirnir LeiSólfsstaSir og
DrumboddsstaSir. Ekki er annað kunnugt en bæir þessir hafi
frá öndverðu heitið þessum nöfnum eftir mönnum þeim, sem
þá byggðu fyrst samkvæmt landnámabókum. Svipað mun
mega segja um ÁsgautsstaSi, sem einnig getur í landnáma-
bókum. Um ölvisstáSi, ÖfeigsstaSi og GrímkelsstaSi er áður
7