Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 92
88
Einar Arnórsson
Skírnir
Mundi þá próf. H. K. hafa talið, að bærinn hafi etki heitið
Mikligarður, heldur verið kenndur við Miklagarð, eins og
bærinn „í Hjarðarholti“ hét ekki, að hans staðhæfingu,
Hjarðarholt, heldur var aðeins kenndur við Hjarðarholt?
Nokkrir bæir bera nöfn goða, Njarðvíkur tvennar, Baldurs-
heimur, Ásgarður. Þessi heiti telur próf. H. K. einnig upphaf-
leg og „sönn“ bæjanöfn, Nefna má og hér Kristnes, bæ Helga
magra, sem með sama hætti hlýtur að vera upphaflegt bæjar-
nafn og jafngamalt bænum. En vel hefði 13. aldar höfundur
getað kallað bæ heita „í Njarðvík“, „í Baldursheimi11 og „í
Kristnesi“.
Bæjanöfn í þessum tveimur flokkum hafa þó víst ekki verið
mjög mörg.
3. Þá telur próf. H. K., að sennilega verði að telja með
þessum bæjaheitum nokkur nöfn, sem upphaflega hafi verið
ömefni, en muni þó hafa verið „gefin sem bæjanöfn, líklega
oftast mé8 tilliti til staShátta, en þó víst mest af því, að mönn-
um þótti þau falleg til bœjarheita“1) (195. bls.). Nefnir
hann til þessa flokks dæmin Borg, Grund og Hvamm. Er það
sízt vefengjandi, að þessi nöfn sé „sönn“ og upphafleg bæja-
heiti. En höfundur Laxdælu (í 5. kap.) segir þó, að Auður
hafi látið reisa bæ, er heiti „í Hvammi“, samsvarandi því, er
hann segir bæ heita „í Hjarðarholti“ og „í Tungu“. Skalla-
Grímur kallaði bæ sinn „at Borg“ (Egils s., 26. kap.). Hvamm-
ur er að ætlun próf. H. K. „satt“ bæjarnafn, þó að bærinn
sé sagður heita „í Hvammi“, en Tunga eða Hjarðarholt eru
það ekki, af því að bæir þeir eru sagðir heita „í Timgu“ og
„í Hjarðarholti“. Samræmi þetta hver, sem getur.
1 þenna flokk bæja, sem nefna mætti ef til vill „staShátta-
bœi“, mun mikill fjöldi íslenzkra bæja koma. Það virðist
hafa verið mikill siður manna á landnámsöld og síðar að taka
nöfn bæja af landslagi og staðháttum annars, landnytjmn
og landkostum stundum. Fjöldi bæja ber því nafn af felli eða
fjalli, firði, skógi, bergi, brekku, hlíð, dal, vatni, á, læk, velli
eða völlum, fossi, höfða, gili, heiði, hrauni, reyk, laug, hól
1) Leturbr. mín.