Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 110
106
Hermann Pálsson
SMrnir
Þeir pnduðusk þar, en Jón prestr Þorgeirsson, faðir Gríms
í Holti, fann bein þeira ok flutti til kirkju. Síðan gerði Ás-
ólfr sér skála því nær sem nú er kirkjuhornit at Ásólfsskála
at ráði Þorgeirs, því at Þorgeirr vildi þá eigi hafa við hús
sín. Á féll við skála Ásólfs sjálfan. Þat var ondverðan vetr.
Áin varð þegar full með fiskum. Þorgeirr sagði, at þeir sæti
í veiðistpð hans. Síðan fór Ásólfr brott þaðan ok gerði annan
skála vestr við aðra á. Sú á heitir írá, því at þeir váru írskir.
En er menn kómu til árinnar, var hon full með fiskum,
svá at slíkt undr þóttusk menn eigi sét hafa. En brottu var
allt ór inni eystri ánni. Þá ráku heraðsmenn þá brott þaðan,
ok fór hann þá til ins vestasta skálans. Fór allt á somu leið.
Bœndur kolluðu þá fjolkunniga, en Þorgeirr kveðsk hyggja,
at þeir mundu vera góðir menn. Um várit fóru þeir brott
ok vestr á Akranes.“
Saga þessi er allmerkileg á marga lund. Það er naumast
einber tilviljun, að þeir Ásólfur fóru tólf saman. Talan bendir
til þess, að þar hafi kristniboðar verið á ferð; þess er stund-
um getið um írska kristniboða, að þeir ferðuðust tólf í hóp,
jafnmargir postulunum. Arfsagnir um kristniboð þeirra hafa
eflaust varðveitzt þar eystra, til þess bendir beinatakan. Eðli-
legt var, að þeir Ásólfur yrðu að stunda veiðar til viðurværis
sér, búlausir kristniboðar á landnámsöld hafa ekki átt margra
kosta völ um matarföng. Laxveiðar voru mjög stundaðar á
Irlandi að fomu, og var mörgum aðferðum beitt við þær,
sem getið er um í fomum lögum. Ekki er ósennilegt, að
Irarnir hafi verið slungnari við veiðiskapinn en norrænir
Eyfellingar og hafi því verið taldir f jölkunnugir, að þeir voru
veiðnari. Hins ber þó að geta, að svipaðar sögur eru til um
veiðni helgra manna irskra. Þess er getið um írska dýrlinga,
að þeir blessuðu veiðilausar ár, svo að þær urðu fullar með
fiskum, en bölvuðu laxám, sem urðu fisklausar eftir.3) Því
má vel vera, að sögnin um veiðni þeirra Ásólfs sé írsks upp-
runa.
I sambandi við Irá undir Eyjafjöllum er rétt að minnast
á önnur örnefni. Á Snæfellsnesi er önnur Irá, og væri freist-
andi að ætla, að svipaðir atburðir hafi dregið til þeirrar nafn-