Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 44
40
Einar Öl. Sveinsson
Skírnir
sem vildu vera menn með mönnum, dýrkuðu þá allt aðra
guði, ég tala ekki um menn, sem róttækir voru eða vildu láta
kallast. Og á þá, sem dýrkuðu gömlu guðina, litu þeir oftast
óhýru auga eða jafnvel með grunsemd og héldu fram þeirri
skoðun, að það mál, sem þeir bæru fyrir brjósti, væri ekki
mikils vert.
íslendingar voru því vissulega allt annað en vel undir það
búnir, þegar hernámið kom og hin nýja herseta. Ég skal auð-
vitað ekki fara út í þá sögu á þessum stað, en við sitjum
nú hér við það óeðlilega ástand, að útlendur her er i landinu.
Svo lengi sem þetta óeðlilega ástand er, verðum við að horfast
í augu við það og gera okkur alveg ljósa grein fyrir þeirri
hættu, sem þjóðerni og þjóðlífi voru stafar af því. Þetta vildi
ég sagt hafa, skýrt og skorinort og tæpitungulaust, þó að ég
fjalli ekki um það atriði sérstaklega hér á eftir.
Jón Sigurðsson hvetur til að velja, en varast eftirhermu.
Vissulega hefur stundum verið valið, en hinu verður ekki
neitað, að furðu oft hefur verið út af brugðið. Ástæðan er
einföld: Það er fyrirhöfn að brúka skynsemina til að velja,
en eftirherman er auðveld. Eftirlíkingarhvötin er áreiðanlega
einhver allra ríkasta tilhneiging mannsins, hún gerir mönn-
um ljúft að láta skynsemina blunda og fylgjast með straumn-
um af hrifningu. Enda ætla ég, að það væri auðgert að sýna,
hvemig margt í nýjungum hjá okkur er ekki endilega knúið
fram af innlendri nauðsyn og þörfum, heldur af því að þær
hinar sömu nýjungar voru efst á baugi annarstaðar. Og svo
éta menn hér þetta oft og einatt alveg hrátt.
Hin eðlisbundna tilhneiging til eftirlíkingar fær stuðning
í smæðartilfinningu fjölda margra Islendinga og hve gjarnt
þeim er að sjá stórþjóðirnar og það, sem stórþjóðanna er, i
dýrðarljóma. Svo gáfaðir sem Islendingar eru, eiga þeir mjög
erfitt með að greina á milli fjölda og gildis. Af því að þessar
þjóðir hafa svo mikið magn auðs og mannfjölda, hættir mönn-
um við að gleyma að leggja mælikvarða gildisins á hvað eina,
sem frá þeim kemur. Menn stara á flest, sem þar er, með
kópandi aðdáun, í stað þess að meta það og vega. Nil admirari,
sagði Hóraz forðum; það mætti ef til vill þýða — heldur laus-