Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 74
DAG STRÖMBACK
UM ÍSLENZKA VIKIVAKALEIKI
OG UPPRUNA ÞEIRRA
Fyrirlestur fluttur í Háskóla Islands 12. júní 1953.
I viðaukum Gísla biskups Oddssonar við útleggingu hans á
riti því um Island, Crymogaea, sem Arngrímur Jónsson lærði
samdi á latínu, koma í fyrsta sinni fyrir nöfn á nokkrum ís-
lenzkum vikivakaleikjum. „Og ef so er,“ segir Gísli, „ad nock-
ur vill fleire dansleika opptelia, so sem ad er Hringbrot,
Frantzens leikur, Þorilldar leikur, Hindar leikur, Háu Þóru
leikur, Hestreidar leikur, Hiartar leikur, Fingálfs leikur og
adrir þess háttar, sem kuedindis skapur til brukadist, þa
meiga þeir þo vijst heimfærast og reiknast annadhuort med
danse edr vikivaka." Að því er Kálund telur, mun þessi at-
hugasemd vera færð í letur á fjórða áratug 17. aldar. Arn-
grímur lærði lýsir að vísu stuttlega dansi og leikjum á Islandi
í Crymogaea, en nöfn á þeim, sumum að minnsta kosti,
er hvergi að finna fyrr en í þýðingu Gísla Oddssonar. Á viki-
vakaleiki er raunar líka minnzt í öðru riti nokkru eldra en
Crymogaea, sem að hyggju Kálunds mun vera samin á tíma-
bilinu 1596—1603. Það er latínuritið Descriptio Islandiae
eftir Sigurð Stefánsson (dáinn 1595), nýlega mjög vel og fróð-
lega lýst í ritgerð eftir Sigurð Þórarinsson í Nordisk Tidskrift.
Þar eru leikirnir þó ekki heldur nefndir með nafni, en aðeins
kallaðir ludicras actiones et ridicula spectacula (gamanleikir
og skrípasýningar).
Eins og öllrnn áheyrendum mínum er kunnugt, hefur
Ólafur Davíðsson safnað íslenzkum vikivakaleikjum og gert
grein fyrir þeim á mjög prýðilegan hátt í þriðja bindi hins
mikla rits Islenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur,
sem hann gaf út ásamt Jóni Árnasyni. Þetta er að mínum
dómi bezta og fjölbreyttasta rit, sem til er á Norðurlöndum,