Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 187
Skírnir
Áttatáknanir í fornritum
183
máli er venjan alveg eins „rang“snúin og á Vesturlandi:
austur:suSur á Fjörðum, austur: norSur á Héraði. Hins vegar
virðist enginn munur á fornri málvenju og nýrri, þegar talað
er um fjarlægari héruð: um Norðurland (og Vopnafjörð) er
sagt norSr (andstæða: norSan eða austr), um Suðurland suSr
(andstæða: sunnan eða norSr, nú á dögum austur), um Vestur-
land vestr :vestan og austr. Upp:ofan, út virðist notað á
svipaðan hátt og á Vestur- og Norðurlandi og svipað eins og
nú. En inn virðist alls ekki koma fyrir nema í Vopnafirði,
og fram kemur fyrst fyrir í Hrafnkötlu í merkingunni inn,
sem nú er algeng á Norður- og Austurlandi, en öfug á Suður-
landi. Einnig Fljótsdæla saga hefur þessa merkingu: frarn til
jökla.
Hér kemur sú mikla spurning, hvernig á því stendur, að
málvenjan hefur breytzt á Austurlandi, en haldizt óbreytt á
Vesturlandi frá fornsögunum til vorra daga. Eða er hugsan-
legt, að austfirzku sögumar séu ekki ritaðar í héraði? [Það
er álit Jóns Jóhannessonar um Vopnfirðinga sögu og Gunnars
þátt Þiðrandabanda og Fljótsdæla sögu.] Ef þær væru ekki
ritaðar í héraði, gæti það skýrt, hvers vegna þær hafa ekki
málvenju héraðsins. Raunar finnast staðvillur í flestum sög-
unum, en fræðimenn hafa flestir orðið ásáttir um að kenna
þær skrifurum. En því er ekki að neita, að séu þessar villur
dregnar frá, virðast sögurnar vera sér um einkennilega mál-
venju, sem er ólík máli annarra landshluta að fornu og mál-
lýzku sjálfra héraðanna að nýju máli. Um höfuðáttirnar
fylgir þessi málvenja Landnámu og að nokkru leyti Njálu.
Það er skynsamleg og „rétt“ málvenja og miklu einfaldari
en málvenja á Austurlandi nú. Að hin síðborna Fljótsdœla
saga, full af örnefnum og réttri staðfræði, skuli líka fylgja
þessari málvenju, virðist mér vera þyngst á metunum sem
sönnun þess, að þarna sé um rétta héraðamálvenju að ræða,
þó að aldrei nema Fljótsdœla saga sé samin utan héraðs (í
Eyjafirði, Jón Jóhannesson). Ef það er rétt, eru ekki önnur
ráð en að álíta, að hin „ranga“ nútímamálvenja sé ný og
hafi þá sennilega komið upp eftir 1600. f grein rnn mál-
lýzkur á Austurlandi (í Skírni 1931 og JEGP 1932, XXXI,