Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 51
Skímir
Um íslenzkt þjóðerni
47
hafa líkt íslenzkum fornbókmenntum við bókmenntir Grikkja,
eða talað um þær í sömu andránni. Ég skal ekki fara að meta
eða vega, bvort hér sé of mikið sagt eða ekki, það, sem ég vildi
sýna, er, hversu mikið skarð útlendum menntamönnum, sem
hafa víðan sjóndeildarhring, þætti, ef ísland væri ekki né
íslenzk menning. Og þessir menn spyrja ekki um eftirlík-
ingar fslendinga á því, sem þeir hafa sjálfir miklu betra, þeir
spyrja að hinu frumlega og sérkennilega og sérstæða, sem
nær svo hátt að hafa al-mannlegt gildi, um leið og það er
frumlegt og sérstætt: í því er fólgið verðmæti fyrir heim
allan.
En hvers virði er íslenzk menning og íslenzkt þjóðerni fyrir
fslendinga sjálfa?
Fyrir fám árum var ég staddur á Hjaltlandi og i Orkneyj-
um. Það voru forðum norræn lönd. Þar ortu menn vísur af
sömu gerð og Kormakur eða Hallfreður. Fram á siðskiptaöld
gat íslendingur skilið mál þeirra. En þessi lönd voru fengin
Skotakonungi sem heimanfylgja danskrar kóngsdóttur, og sið-
an misstu þessir menn tungu sína. Á 18. öld mátti heita, að
enginn kynni hana lengur. Eitt kvæði var þá skrifað upp
eftir bónda á eynni Fugli; það ásamt þulubrotum er hið
eina, sem eftir er af gömlum bókmenntum þeirra. Þetta skilur
enginn lengur þar á eyjunum. Nærri öll örnefni þeirra eru
norræn, þau eru öll afbökuð og flest óskiljanleg fólkinu. Þetta
er indælt fólk, viðkunnanlegt og skemmtilegt. Margir hafa
lifandi áhuga á gömlum minjum þeirra. Sumir reyna að
skapa þeim eins konar þjóðerni með því að taka upp orð úr
mállýzku þeirra í kvæði sín og sögur. Það er einkennilega
átakanlegt. Auðvitað er það allt vonlaust. Aðalbókmenntimar
verða, eins og alltaf er um útkjálka, slagararnir frá næsta
stórhæ. —• Eitt sinn var töluverð menningarstöð í Orkneyj-
um, nú eru Orkneyjar í algerðum útjaðri, og skortir þar hugs-
unarhátt og flest ,líffæri‘ menningarstöðvar. En ekki er öll
sagan sögð enn. Þar sem menn eiga nokkuð með sig sjálfir,
leysa menn vandamál fólksfjölgunar með framförum. Þar
eru þau leyst með útflutningi. Árið 1801 er talið, að íbúar
Orkneyja hafi verið 24*4 þúsund, en 1931 22 þúsundir; 1860