Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 145
Skírnir Sendiferðir og hirðstjórn Hannesar Pálssonar 141
Af heimildum sést, að Hannes er norður á Hólum á gamla-
ársdag 1419, 11. apríl er hann í Vestmannaeyjum, 1. júlí á
Þingvöllum og 15. ágúst að Brautarholti á Kjalarnesi, en
skömmu síðar hefur hann farið utan.10) Þegar hann er stadd-
ur í Vestmannaeyjum, gerir hann samning við sex enska
kaupmenn, þá Raunlyn Tirrington, John Effrad, Thomas
Codrell, Thomas Castell, Nicholas Waynflete og Richard Ple-
bel. Þeir lofa Hannesi Pálssyni, „ágæts herra kóngs Eiríks
kapelláni og sendiboða“, og Helga Styrssyni, sýslumanni í
Vestmannaeyjum, að koma til næsta alþingis og svara þar og
hlýða góðra manna umdæmi um málefni sín og sveina sinna,
en af sveinunum eru nefndir: Robert Bullington, Richard
Brillington, John Wakefield, Thomas Crathorn, John Gatrey,
John Durdey og Richard Stockeley. I samningnum segir, að
Englendingar hafi haft vetursetu í Eyjum og sett þar upp
hús án nokkurs manns leyfis. Fyrir það afbrot lofa þeir allir
saman og hver um sig að svara á alþingi upp á trú og æru,
„og veri það svo, sem guð fyrirbjóði, að nokkur af oss komi
eigi og gjöri eigi sem fyrr segir, þá skal hann þar fyrir hafa
fyrirgjört lífi og góssi og skal vera tækur og góss hans upp-
tækt utan lands og innan. Það vilkorum (skuldbindum) vér
oss með vorum fríum vilja1'.11) Þetta skjal sýnir, að Englend-
ingar hafa talið sig hafa einhverja heimild til athafna sinna í
Eyjum og alþingi hinn rétta vettvang til þess að fjalla um
þessi mál. Hér er því sennilega um sömu menn að ræða og
Arnfinnur veitir þol til þess að verzla og hafa sitt skip til út-
róðra „í Vestmannaeyjum og um allt land“. Þessir Englend-
ingar ættu því helzt að vera frá Bristol, en Thomas Crathorn
virðist vera kaupmaður í Jórvík um 20 árum síðar, og gæti
það bent til þess, að flokkurinn væri þaðan, þótt skipið væri
frá Bristol.12) Englendingar héldu ekki samninginn og fóru
ekki til þings, heldur ræntu Raulyn Tirrington og félagar hans
9 lestum af konungsskreið i Vestmannaeyjum um sumarið.
Þessi konungsskreið hefur sennilega verið afgjöld af Eyjunum,
en sú var „sögn Stranda-Kolls, að ix lestir fiska samfengnar
voru að gömlu í Vestmannaeyjum“.13) Þetta atriði sýnir, að
eyjarnar hafa verið komnar í konungseigu um 1420.