Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 96
92
Einar Arnórsson
Skírnir
svo sem það, að bær Ólafs pá liafi verið kenndur við tiltekið
holt, en ekki heitið nafni þess holts. Nú verður ekki sagt um
„staðabæina“, að þeir séu kenndir við örnefni, enda veitir
nafn slíks bæjar enga bendingu rnn örnefni eða kennileiti á
landi, landsnytjar eða kosti. Landslag þar má vera fjöllótt
eða flatt, mýrlent eða þurrlent, fagurt eða ófagurt o. s. frv.
Samt sem áður neitar próf. H. K. því, að „staðir“ með for-
skeyttu mannsnafni (eða viðurnefni) hafi í fyrstu verið bæja-
nöfn, heldur hafi þessi nöfn miklu fremur verið örnefni
(188. bls.). Gunnsteinsstaðir eiga t. d. eftir þessu ekki að
hafa verið nafn á þeim bæ, sem nú heitir svo og hefur heitið,
svo lengi sem menn vita til, Gunnsteinsstaðir í Langadal í
Húnavatnsþingi, heldur örnefni. En á hverju voru þá Gunn-
steinsstaðir örnefni, ef þeir voru ekki nafn á bænum? Varð
þetta örnefni þá til, áður en bærinn var gerður? Á bæjar-
stæðinu? Eða á húsunum? Það mætti til sanns vegar færa, að
nafnið væri örnefni á bæjarstæði, ef bær, sem kominn er í
eyði, fær það fyrst, eftir að hann er kominn í auðn. En slíku
er ekki til að dreifa um bæ, sem „staða“-nafnið hefur hlotið,
áSur en hann varð eyðibær, eða bæ, sem aldrei hefur fariS í
eySi, eins og t.d. Gunnsteinsstaðir, Hjarðarholt, Tunga, Kambs-
nes o. s. frv. máttu vera örnefni og til orðin, áður en bær var þar
gerður, og mátti því hugsanlega kenna bæ við þau. En ekki
er líklegt, að „staða“-nafn hafi verið sett á einhvern blett,
áður en nokkur bær var þar fyrirhugaður eða gerður.
En hvemig sem próf. H. K. hugsar sér þessa kenningu
sína, að „staða“-nöfnin megi upphaflega telja til örnefna, þá
skiptir það líklega ekki máli, því að litlu siðar standa þessi
orð: „NiSurstaSan er sú, d5 elztu staÖanöfnin séu oröin til
sem nöfn á eyÖibæjumN1) Það er með öðrum orðum, að bær-
inn hét engu eða öðru nafni, meðan hann var byggður, en fékk
„staða“-nafnið, eftir að hann var kominn í eyði. Þá hefur
hann, samkvæmt kenningu próf. H. K., fyrst verið nefndur
X-staðir eða öllu heldur „á X-stöðum“, því að svo telur hann
eyði-„staðina“ táknaða í Landnámu. Eyðibærinn er með þeim
1) Leturbr. ruin.