Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 152
148
Björn Þorsteinsson
Skírnir
3. sept. 1426 kemur ráðið í Björgvin saman að tilhlutan norska
ríkisráðsins og hefur þá tekið „vitni og vottorð af mörgum
trúverðugum mönnum, sem sóru eið samkvæmt norskum lög-
um, um sakir og greinar ofbeldisverka Englendinga frá Húll,
Jórvík og Lynn og öðrum stöðum á Englandi, en þeir frömdu
þau á íslandi og þar í kring, en þessar sakir og ofbeldisverk
voru, eins og vér höfum sannfrétt, kunngjörð skriflega göfugu
ráði Englandskonungs og sérstaklega herra hertoganum af
Exeter, aðmíráli Englands, af virðulegum manni, herra Hann-
esi Pálssyni, umhoðsmanni herra konungs vors í Noregi og
Danmörku o. s. frv., á síðasthðnu ári með þeirri skýrslu, sem
fylgir þessu bréfi. Vér höfum fundið ljóslega með nákvæmri
rannsókn og löglegum vottorðum margra trúverðugra manna,
eins og fyrr greinir, að þessar greinar séu allar og sérhver
sannanlega sannar að því viðbættu, að þessir sömu Englend-
ingar hafa einnig framið þar mörg önnur illvirki, en vér telj-
um þau ekki að sinni, sökum þess að það yrði svo langt og
leiðinlegt á að hlýða fyrir áheyrendur.“ls) Þannig hljóðar
vottorð Björgvinjarráðsins um skýrslu Hannesar, ákærur hans
eru staðfestar í öllum greinum, og enska stjórnin er svo að-
þrengd um þessar mundir, að hún virðist fús til að gera þeirri
dansk-norsku til hæfis í verzlunarmálum, en þar með er ekki
sagt, að siglingar Englendinga til íslands hafi verið stöðvaðar.
Skýrsla Hannesar Pálssonar, umboSsmanns og kapelláns
Danakonungs, um framferSi Englendinga á íslandi
á árunum 1420 til 1425.
Skýrsla með greinum á hendur þeim frá Húll og öðrum
stöðum á Englandi.
Þessar eru greinar um yfirtroðslur og ofbeldisverk, sem
embættismenn dýrlegs konungs Noregs og Danmerkur o. s.
frv. hafa á hendur þeim frá Húll og öðrum stöðum á Eng-
landi. Árum saman hafa þeir gegn lögum norska ríkisins og
gegn fornum venjum og gegn boðum og tilskipunum þess frá
fornu fari og einnig gegn sérstöku banni dýrlegs konungs
Noregs og Danmerkur o. s. frv.°) stundað siglingar til Islands,
drýgt margs konar lögbrot og krenkt rétt konungs og krúnu,